Skírnir - 01.04.1992, Síða 64
58
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÍRNIR
hann.“ Þú hefir sagt ..Söngvara." Hin er - „Örnin kátur kulda-
geiminn klýfur skýja-þök.“ Þar hefir þú sagt „kuldageimsins
klýfur skýja-þök.“ Ég segi þetta svona hinsveginn, af því það er
ekki víst að þú hafir „lesið upp.“ I báðum mínum kvæðum í
sömu „Freyju“ var ofurlítið skakt. Ég veit ekki hvort það var
ranglestur eða átti að vera bragarbót. Það varð ekki að vitleysu,
svo ég lét það eiga sig. Þó er Freyja gull hjá „Kringlu“ að minni
raun. Þú ættir, Jón, ef þú sendir kvæði til blaða að setjast að í
„Svövu.“ „Kringla" er ótæk Jón, og langar mig ekkert til að spilla
mönnum við hana. En hún lepur upp allan leirburð eftir alla,
jafnvel kirkjukvenna leirburð, sem Lögberg úthýsir! Hún er
argasta leirskálda-blað sem til er á íslenzku. Niðurstaðan er þessi:
enginn maður með „smekk“ lýtur [sfc.] í kvæði í „Kringlu," nema
þekt nafn standi við það; hann er svo marg-hvektur.
Gott kvæði, eftir færan mann en óþektan áður af umtali,
týnist í „Kringlu"; því er þar kastað í rusla-glæ. En t.d. Matthías
og G. Friðjónsson kæmust af - það er nafnið. sem bjargar þeim.
Þetta er eins satt eins og að ég er að skrifa þér núna. -En svo
varðar engan um það, nema þig og mig.
Ég hefi reynt að sýna „Kringlu“ fram á þetta, í gamni og
alvöru - en get engu áorkað; skáldskapur er henni fjárhags-mál.
Ef ég kveð nokkuð framvegis, held ég mig að „Heimir,"
„Freyju“ og „Baldri“; þau fara næst minni skoðun í mörgu, og
eiga svo helzt bita skilið, úr því þau eru til. Ég á þó hálfbágt að
slíta forn-kynni við „Kringlu" - bara hún væri ekki að gera
vesturíslenzk ljóð að athlægi í augum skynbærra manna; aðeins af
því hún þykist vita að öll leirskáld muni gerast kaupendur sínir,
þá þarf að fjölga þeim sem mest!
Þú getur nú hugsað um, hvert ég muni ekki segja þetta satt.
En engum hefi ég sagt þetta nema ritstjóranum og þér, og ætla
heldur ekki að bera það út um stræti og gatnamót. Þá sem nokkru
skiftir um, segja sér það sjálfir á endanum.
Nú ætla ég ekki að tefja lengur í kvöld; ég er víst búinn að
„slúðra“ nóg.
Þökk fyrir umliðið - og sé þér framtíðin farsæl.
Þinn, Stephan G. Stephansson.