Skírnir - 01.04.1992, Page 65
SKÍRNIR
BRÉF TIL JÓNS KJÆRNESTED
59
Athugasemdir og skýringar: Bréfið hefur utanáskriftina: Jón Kérnesteð,
Esq., Winnipeg Beach, Man. kvæðið í„Freyju"] „Málrúnir. Til Stephans
G. Stephanssonar" eftir Jón Kjærnested í Freyju VII:5 (1904), bls.
123-124. Af bréfi (14. nóvember 1904) Jóns Kjærnested til Baldwins L.
Baldwinssonar, ritstjóra Heimskringlu, er það augljóst að hann ætlaði
upphaflega að birta þetta kvæði í Heimskringlu: „Kæri Baldwinsson -
Gætir þú léð meðfylgjandi kvæði rúm í Jólablaðinu? Það eru gamanvísur
til Stepháns og ætti ekki illa við, að þær kæmi í þessu jólablaði. Hvað þú
getur í þessu efni, vil ég vinsamlega mælast til, að þú látir mig vita, með
því ég hef þá til, að snúi mér eitthvað annað, geti það ekki komist í
Heimskringlu. Vinsamlegast, Jón Kjærnested". „Mundi“] Guðmundur
Stephansson, sonur Stephans G. Stephanssonar. I báðum mínum
kvæðum í sömu „Freyju “] „Norðurljós" og „Til Sigurðar Júl. Jóhannes-
sonar" eftir Stephan G. Stephansson í Freyju VII:5 (1904), bls. 99-100,
105-106. Matthías] Matthías Jochumsson (1835-1920). G. Friðjónsson]
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944). að [. . .] „Baldri"] óháðu viku-
blaði, 1-7, Gimli, Manitoba, 1903-1910.
P.O. Box 78, Markerville, Alta, 4. febr. 1908.
Góði vin -
Þökk fyrir bréf og brag, sem ég fékk um ára-mótin. Þú baðst
mig, að senda þér vísurnar aftur. Eg geri það nú. Var það ekki
alvara? Mér datt í hug, að þú hefðir ekki átt aðra afritun, af þeim,
ég man þú sagðist skrifa í flýti. En Jón minn, ég er „þolla“-laus,
og get engan „rekið" í hjá þér, eins og þú mæltist til. Allir mínir
„þollar,“ gengu upp í gisna dallinn hjá sjálfum mér, þegar ég var
að klóra upp kvæða-rusl mitt, árið sem leið. Þeir hrukku ekki til
heima-þarfa.
Það er frétta-fátt héðan. Ill-æri í iðnaði og anda, með mesta
móti, svo engu er yfir að láta, nema viljanum að bíta á jaxlinn og
berja það af.
Mér líður alveg eins og vant er. Nú er ég hættur að þræla. Ég
gat það, anzkotan ekki, lengur, þó ég hefði viljað þráast við. Nú
er ég frískari enn í fyrra vetur, og þakka það læknis-dóm mínum:
leti.
Heyrðu Jón - Viltu ekki bregða þér heim til Islands með mér,
einhver-tíma á næstu árum? Ég ætla, ef hagur og hugur og heilsa
leyfa. Islendingar heima, eru að verða mestu myndar-menn,
skemtilegir og víðsýnir. Þar er að verða mann-val af frjálslyndum,