Skírnir - 01.04.1992, Page 66
60
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÍRNIR
snjöllum og stór-huga drengjum. Við vestur-íslendingar erum að
verða meiri og meiri andlegir ættlerar. Við verðum senn allra
mennilegra manna eftir-bátar, sem frá-skildinn flokkur, ef ekki
raknar bráðum úr. Það væri heilsu-bót, að hrista sig upp og
skjótast heim.
Uppi er tíðin úti-byls,
En þá hríðað getur -
Sittu í blíðum örmum yls
Unz að líður vetur.
Þinn, Stephan G. Stephansson.
Athugasemdir og skýringar: Bréfið hefur utanáskriftina: Jón Kiærnesteð,
Esq., Winnipeg Beach, Man. Þökk fyrir bréf og brag\ hér á Stephan ef til
vill við kvæði Jóns sem hefur varðveist meðal bréfanna og er kallað „I
skammdeginu. Til Stephans G. Stephanssonar":
[1] Vinur, ekkert orð frá þér
Ég hef fengið lengi,
Og þú heldur ei frá mér -
Óð ég renni á strengi.
[2] Fjarlægðin er leið og löng,
Látum samt gott heita,
v Ef við mættum semja söng,
Svartnættinu að breyta.
[3] Dagur þegar heillar hug,
Hörpu er mál að taka,
Og að reyna andans flug;
Enn svo myndist staka.
[4] Sama þeirra eðli er,
Og ýtra landsins gæða,
Að þær draga öld með sér,
Örva, létta, glæða.
[5] Þó að sumir segi á þeim
Sónar-snurður vera,
Berast þær um bygðan heim,
Bros og strauma gera.
[6] Því skal ekki þögnin löng
Þyngja hugar-móðinn,
Heldur gera glaum og söng,