Skírnir - 01.04.1992, Page 71
SKÍRNIR „ERU NÚ TVEIR KOSTIR OG ER HVORGI GÓÐUR'
65
undarins. Harmleikurinn er á enda kljáður og framundan er ham-
ingjuríkt líf svo sem sést af niðjatali þeirra Kára og Hildigunnar,
en það er síðustu orð verksins á undan sjálfum lokaorðunum.
Lagaþræturnar í Njálssögu eiga sér einkum stað á Alþingi og
eru aðdragandi hámarks, umfram allt þegar líður að Njálsbrennu
og síðan eftir að hún hefur átt sér stað. Lagaþræturnar eru sem sé
liður stígandinnar í verkinu, tengdar átökum og óhappaverkum,
og þær skipta miklu máli í þessum köflum verksins. - En hverju
er lýst í þessum köflum? Hvers konar samfélagi? Eða hvílíku
hugarfari? Hvert er þetta hugarfar í samanburði við hugsunarhátt
þeirra Njáls og Gunnars og jafnvel Flosa, eða ef lok sögunnar eru
höfð í huga?
Svar verður eitthvað á þessa leið: Hér er brugðið upp mynd
ættarstolts, hefnigirni, sundrungar og flokkadrátta og einnig er
þetta mynd af lögfræðilegum sparðatíningi og formdýrkun þar
sem lögkrókar og lagaákvæði vega þyngra en siðferðileg sjónar-
mið og réttlæti, hvað þá trúarleg boð um slík efni. Fyrirboðar og
varnaðarorð göfugmenna í sögunni lúta og að þessu sama; þau
sýna þær afleiðingar sem óhjákvæmilegar verða ef ekki er látið
staðar numið. - Og hvað veldur því að sættir takast að lyktum og
valdi harmleiksins er hnekkt? Það eru friður og fyrirgefning, iðr-
un og yfirbót, og sameining andstæðnanna í hjónavígslu, sakra-
menti. Heilög kristileg vígsla er staðfesting þess að áhrifum
harmleiksins er hrundið; sakramentið tryggir sigurinn yfir illsku
og böli og miðlar sálarheill. Þessi umskipti bera niðjarnir með sér
inn í framtíðina.
Lagaþræturnar í Njálssögu eru þannig hreint ekki verk dott-
andi Hómers heldur er höfundurinn glaðvakandi og veit fyllilega
hvert hann fer, rétt eins og fyrir honum vakir alveg ákveðinn list-
rænn tilgangur þegar hann setur sögulokin saman. En hvers
vegna „ruglast“ höfundur þá í Grágásarlögum, svo lærður sem
hann bersýnilega hefur verið og svo tiltæk sem ætla má að lögin
hafi verið honum? Sennilegasta svarið hlýtur að verða þetta:
Hann ætlaði ekki að vera lögfræðilega nákvæmur. Hann hafði
ekki í hyggju að fara nákvæmlega eftir lögunum sjálfum eða hon-
um lá í léttu rúmi hve réttilega hann fór með þau. Hann vildi ekki
að verkið yrði lesið sem lögfræðirit eða sem söguleg heimild ein-