Skírnir - 01.04.1992, Page 73
SKÍRNIR „ERU NÚ TVEIR KOSTIR OG ER HVORGI GÓÐUR'
67
verður unnt að leiða getum og færa rök að mati á einstökum þátt-
um, atriðum og fyrirbrigðum.
II.
Islensk miðaldamennt og bókmenntir eru þættir kristinnar mið-
aldamenningar. Að vonum hlýtur þetta einnig að eiga við um
Njálssögu og frekari stoðum hefur verið rennt undir þetta sjónar-
mið með því mati sem hér hefur verið lagt á lagaþrætur í verkinu
og á lok sögunnar. í sjálfu sér er þetta ekkert sérstakt og miklu
einkennilegra, eða óskiljanlegt, hefði verið ef kristinna hugmynda
og lífsviðhorfa gætti ekki í verki sem samið mun hafa verið undir
lok 13. aldar.11 Aðgangur að bóklegum lærdómi var takmarkaður
og undir stjórn kirkjunnar og augljós kostnaðarrök, þó ekki
kæmi einnig annað til, lokuðu flestum aðgang að bókfelli til nota.
Meðal annars í ljósi þessara aðstæðna sést að allar tilvísanir og allt
táknmál í ritum var vísvitað og greinilegt lesendunum og höfund-
urinn gat reitt sig á þennan sameiginlega skilning. Læsi fól í sér
slíka „klerklega" þekkingu; og aðrir voru ekki læsir. Lög lands-
ins, hvort sem var Grágás eða Jónsbók, sýndu áhrif kristninnar
greinilega og hófust t.d. á því að vísað var til heilagrar þrenningar,
og í Jónsbók er meira að segja gengið svo langt að þar er farið
með trúarjátninguna í heild í upphafi. Þannig mætti nefna mörg
dæmi.
Að sönnu ber Njálssaga með sér víðtæka þekkingu höfundar á
glæsilegri menningu þessa ljómandi blómaskeiðs evrópskrar mið-
aldamenningar. Nægir í því efni að vísa til þess sem Einar Olafur
Sveinsson o.fl. hafa margsinnis bent á, að sagan af lokkinum Hall-
gerðar og boga Gunnars mun fengin úr sögum Rómverja og Suð-
urlandamanna og að draumur Flosa styðst við Samræður Gregór-
íusar páfa hins mikla.12 Til gamans má einnig velta fyrir sér lýs-
ingum á illmennum í sögunni eða á Birni í Mörk en hann virðist
11 Sjá t.d. Hermann Pálsson: Heimur Hávamála, Rvík 1990, bls. 23 og áfram.
12 Dialogi de vita et miraculis patrum Italicorum. Sjá Einar Ól. Sveinsson: Á
Njálsbúð, Rvík 1943, bls. 10 og 171, 99 og 174 og áfram.