Skírnir - 01.04.1992, Page 75
SKÍRNIR „ERU NÚ TVEIR KOSTIR OG ER HVORGl GÓÐUR“ 69
hátta. Gróf staðhæfing gæti hljóðað svo: Því meira sem fjallað er
um heiðið líf, spillingu og siðleysi, vonsku og grimmd, þeim mun
kristilegri er afstaða höfundarins að líkindum. Þeim mun meiri
„heiðni“ sem lýst er þannig í verkinu - þeim mun meiri kristni er
að vænta í hugarfari höfundarins. Það er reginmunur á kristinni
afstöðu til veraldarinnar sem miðast við syndafallið og fórnar-
dauða Krists annars vegar og hins vegar heiðinni eða guðlausri af-
stöðu sem lítur á veröldina án siðferðilegrar mælistiku - sumir
sem eðlislægt böl, aðrir sem dásemd, enn aðrir eitthvað þar á
milli. Aðalatriði er að siðferðilegur áfellisdómur um allt mannlíf
og mannlegt athæfi er undirstaða í kristnum sjónarmiðum.
Um þetta vitna orð Gunnars á Hlíðarenda í 54. kafla sögunn-
ar: „Hvað ég veit“, segir Gunnar, „hvort ég mun því óvaskari
maður en aðrir menn sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönn-
um að vega menn“.15 Gunnar leggur með öðrum orðum siðferði-
legt mat á vígaferli sín yfirleitt og fyllist ekki stolti af því að hafa
gert skyldu sína eða unnið hetjudáð. Honum er ekki nóg að meta
þau hverju sinni eftir málsatvikum heldur vakir fyrir honum eitt-
hvert siðferðilegt allsherjarmat. Honum virðist annað æðra en
hefndarskylda og vopnhreysti og er hann þó hverjum manni
fræknari og djarfari. Afstaða hans á sér kristnar forsendur eins og
Hermann Pálsson hefur bent á en hann segir um þetta: „Ekki má
ósennilegt þykja, að höfundur Njálu hafi þekkt bæði Konungs
skuggsjá og Alkuin.“16
Örlög Kolskeggs, bróður Gunnars, verða öll önnur en bróð-
urins. Kolskeggur gerir ekki „óvinafagnað" eins og Gunnar.
Hann fylgir þeirri sætt og þeim dómi sem gerð höfðu verið og fer
utan. I Danmörku gerist það að „einhverja nótt dreymdi hann að
maður kom að honum; sá var ljós.“17 Síðan segir frá draumi Kol-
skeggs; hann fer til spekings „en hann réð svo að hann myndi fara
suður í lönd og verða guðs riddari. Kolskeggur tók skírn í Dan-
mörku [. . .]“. I sögunni segir að Kolskeggur yrði Væringjaforingi
í Miklagarði en freistandi er að skilja orðin „guðs riddari" sem
15 Brermu-Njáls saga, bls. 138 og áfr.
16 Uppruni Njálu og bugmyndir, bls. 60 og áfr.
17 Brennu-Njáls saga, bls. 197.