Skírnir - 01.04.1992, Page 77
SKlRNIR „eru nú tveir kostir OG ER HVORGI GÓÐUR'
71
mae naturaliter Christianae“: vitnisburður mannssálar sem er
kristin í eðli sínu áður en hún mætir kristnu trúboði, en þetta fyr-
irbrigði þekktu lærðir menn m.a. úr ritum Tertúllíanusar kirkju-
föður.19
Njálssaga segir frá kristniboði og kristnitöku í nokkrum köfl-
um en klykkir síðan út með kraftaverkasögu. Ámundi blindi
Höskuldsson leitar föðurbóta við Lýting á Sámsstöðum en Lýt-
ingur telur sig þegar hafa bætt föður hans fullum bótum. „Eigi
skil ég“, segir Ámundi, „að það muni rétt fyrir guði, svo nær
hjarta sem þú hefur mér höggvið [. . .] enda skipti guð með okk-
ur.“20 Enn segir: „Eftir það gekk hann út en er hann kom í búðar-
dyrin snýst hann innar eftir búðinni; þá lukust upp augu hans. Þá
mælti hann: „Lofaður sé guð, drottinn minn! Sér nú hvað hann
vill“. Ámundi túlkar þennan fyrirburð svo sem sjálfur Drottinn
æski hefnda. Hann vegur Lýting en missir þegar sjónina aftur að
því loknu; er í þeirri lokafrásögn ef til vill einnig umsögn höfund-
ar á milli línanna. Hermann Pálsson hefur bent á samsvörun þess-
arar frásagnar við hugsanlega fyrirmynd í Ambrósíus sögu bisk-
ups og ber það að sama brunni. 21
Myndin sem dregin er.upp af Höskuldi Hvítanessgoða er að
miklu leyti dýrlingsmynd og einkum á það við um dauða hans í
111. kafla sögunnar. Hann er saklaus veginn þar sem hann gengur
á akri sínum og sáir korni: Hann er að gefa og veita líf þegar
Njálssynir knúnir áfram af rógi og lygum annarra fara að honum
og vega hann. Það er einmitt athyglivert að rógur er uppspretta
böls í Njálu en eitt megineinkenni Satans í kirkjulegri kenningu
var að hann er rógshöfundur, rægitunga, gegn Drottni. Það er í
öðru lagi umhugsunarefni að Höskuldur er kenndur við nesið
hvíta, en hvítur litur tilheyrði m.a. frelsaranum. Með vissum hætti
er Höskuldur ekki aðeins dýrlingur heldur og píslarvottur og
19 Apologia, 17.6. - Þekkt voru ýmis spakmæli og orðskviðir Tertillíanusar (frá
Kartagó, d. eftir 220). Sjá: Tertullian: Apologetical Works (Father of the
Church Series, Vol. 10), Catholic University Press 1950. - Tertullian: Apo-
logy (Loeb Classical Library, No 250) Harvard University Press.
20 Brennu-Njáls saga, bls. 273.
21 Uppruni Njálu og hugmyndir, bls. 69.