Skírnir - 01.04.1992, Page 81
SKÍRNIR „ERU NÚ TVEIR KOSTIR OG ER HVORGI GÓI)UR“ 75
Flosi „innir sætt sína af hendi“ með tilteknum athöfnum sem
vísa til ríkjandi hugmynda á þessum tíma. Kristnir menn trúðu
því að með tiltekinni athöfn gæti einstaklingur tilreitt sér náð og
sælu - jafnvel þótt hugarfar hans eða framferði væri áfram brot-
legt að öðru leyti. Þannig mætti t.d. með grófum hætti lýsa af-
stöðu höfðingja í Evrópu að þeir leyfðu sér að líta svo á að sálar-
heill þeirra væri borgið svo lengi sem þeir héldu klerk og gengu
til tíða, neyttu sakramenta með réttum hætti, virtu helga dóma,
færðu gjafir o.s.frv. þótt þeir lægju áfram í vígaferlum, ránskap,
nauðgunum og misþyrmingum þar fyrir utan. Guðfræði þeirra
gerði ráð fyrir ótvíræðri andlegri afleiðingu eða áhrifum af ytri
athöfn, réttum helgisiðum, með beinum „vélrænum" hætti, og
þannig gátu þeir bætt um fyrir sér.34 Miðaldakristni lagði alls ekki
þá áherslu sem siðbótarmenn síðari alda á almenna fræðslu, per-
sónulega trúarsannfæringu eða breytni eða einstaklingsábyrgð í
söfnuðinum, og kristnitakan fól t.d. alls ekki í sér algera endur-
fæðingu höfðingja eða alls almennings eða persónulega opinber-
un hvers og eins að siðbótarhætti heldur var hér um að ræða
formlega og lagalega staðfestingu á tiltekinni stofnun og tiltekn-
um athöfnum. Skýrasta dæmi þessa er að það komst ekki á dag-
skrá fyrr en löngu síðar að gera Heilaga Ritningu aðgengilega
öðrum en klerkum; slíkt var einfaldlega ekki álitið nauðsynlegt.
Einnig er fróðlegt að hafa í huga að Flosi „minnist við“ Kára
þegar þeir mætast í stofu á Svínafelli. Koss var fastur mikilvægur
þáttur athafnarinnar þegar lénsdrottni var svarinn hollustueiður,
og mætti ef til vill láta sér detta það í hug um samskipti þeirra
Flosa og Kára undir sögulok eða að höfundur sé að vísa til þess til
að ítreka umskiptin í samskiptum þeirra.
Nefna má fleiri dæmi um trúarviðhorf í Njálu. Minnt skal enn
á draum Flosa, suðurgöngu hans og sjálf sögulokin. I þessu efni
er áhugavert að velta hlutverki örlaganna fyrir sér. Einar Olafur
Sveinsson segir í formála sínum: „Höfundur sér mannvitið, sem
vill þoka atburðarásinni, en fær við ekkert ráðið, því að örlögin
34 Badel, bls. 35.
35 Brennu-Njáls saga, bls. CXX.