Skírnir - 01.04.1992, Page 83
SKÍRNIR „ERU NÚ TVEIR KOSTIR OG ER HVORGI GÓÐUR'
77
nálgast hugarheim höfundar Njálssögu þurfum við fyrst að
hverfa aftur fyrir „afkristnun“ skynsemishyggju, frjálslyndrar
guðfræði og veraldarhyggju líðandi stundar, síðan aftur fyrir
„áróður" upplýsingarmanna 18. og 19. aldar, því næst aftur fyrir
lúterskan „rétttrúnað", sem einmitt lagði mikla áherslu á að út-
rýma kaþólskum „hindurvitnum og hjátrú". Þá fyrst, er þessari
löngu menningar- og hugmyndasögu hefur verið flett aftur á bak,
getum við eiginlega loks gengið á fund Njáluhöfundar. (Ef til vill
er þetta þó alls ekki svo ótrúlegt - eða hver er sá sem sjálfur hefur
vaxið upp við rafljós og útvarp frá bernsku að hann geti umsvifa-
laust gert sér grein fyrir lífsviðhorfum, ótta, vonum og draumum
þeirra sem lifðu í fásinni baðstofunnar við grútartýru?)
Göfugmennin Njáll og Flosi reyna að sporna við og koma í
veg fyrir ótíðindi en dómurinn yfir ríkjandi hugarfari og illum
verkum er óumflýjanlegur. Flonum verður ekki haggað þótt góð-
viljaðir menn leggi sitt til málanna, nema því aðeins að vítahring-
urinn sé rofinn og valdi harmleiksins yfir mönnunum sé hnekkt
af nýrri breytni, nýju hugarfari, sem vísar m.a. til hugmyndanna
um „nýjan mann“ (homo novus). A sama hátt eru vandamál ein-
staklinganna samkvæm kristnum hugmyndum, og hér eru orðin
„kristnar hugmyndir“ notuð bókstaflega því að þessar hugmynd-
ir bárust Islendingum með og í kristni og verða ekki skildar eða
skýrðar án beins tillits til kristninnar. Þá eru vandamál einstak-
linganna þessi: Gott og illt takast á í manninum; hann hefur
frjálsan vilja að velja og hafna en hann er líka hluti ættarinnar sem
hefur tiltekinn sess og skyldur í samfélaginu og þar fyrir utan er
hann háður duttlungum hjólveltu Lukkunnar og bundinn viðjum
örlaganna. „Góðir“ menn komast í þá aðstöðu af illum völdum
sem þeir ráða ekki við að þeir verða að fremja skelfingarverk eða
verða fyrir þeim sjálfir ella. Vald böls og illsku virðist yfirþyrm-
andi á líðandi stund enda taldi heilagur Ágústínus í riti sínu um
„Guðsríkið" (De civitate Dei) að jarðneska ríkið væri hluti illsku
og böls.
Afstaða Njáluhöfundar til kvenna er athyglisverður þáttur í
mannlífslýsingum verksins, en verður ekki frekar gerð að umtals-
efni að sinni þótt kali eða tortryggni Njáluhöfundar sé reyndar
dæmigerð um afstöðu til kvenna í fræðum og bókmenntum mið-