Skírnir - 01.04.1992, Page 84
78
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
aldamanna.37 Athygliverð eru ummæli fransks fræðimanns um
svipað efni er hann segir: „Otti og vonir miðaldamanna sjást
ákafast í söguefnunum: konan, gæfan, dauðinn.“38 Varðandi
afstöðu til kvenna mætti þó bæta því við hér að einstaklings-
skynjun miðaldamanna var mjög ólík nútíma-viðhorfum. Ein-
staklingurinn var skilinn og skýrður sem hluti stærri einingar,
fjölskyldu og ættar, og allt bendir til að menn hafi skynjað sjálfa
sig þannig sem ósjálfstæðan þátt í digru reipi; sbr. ríkjandi sjónar-
mið um makaval og ástir.
III.
Njálssaga verður ekki metin án tillits til lögmála harmleiksins.
Enginn harmleikur getur verið aðeins bókmenntalegt fyrirbrigði.
Þættir verksins eru órofa heild. Harmleikurinn er hluti af heims-
mynd og lífsskoðun. Þetta á jafnt við um Islendingasögur sem
forngrísku harmleikina og aðra harmleiki yfirleitt í bókmennta-
sögunni þótt ýmislegur mismunur sé á skeiðum og svæðum og
jafnvel engin áhrifatengsl á milli. Þar sem harmleikurinn er ekki
þáttur í heimsmynd og lífsviðhorfum verður hann aðeins eftiröp-
un sígildra fyrirmynda en andlítill sjálfur. Það er ekki unnt að
semja harmleik úr engu frekar en aðra list; hann verður að eiga
sér stað og rúm í hugarheimi skáldsins. Alveg eins er það til lítils,
sem kunnugt er, að snúa verki úr ljóði í sögu, úr sögu í leik
o.s.frv., án þess að sambærileg breyting verði á þeim hugarheimi
sem verkið lýsir. Þannig eiga megingreinar bókmenntanna hver
sinn eigin blæ ef svo má segja. Menn segja ef til vill að Islendinga-
sögur hafi sín sérkenni, sitt séreðli, en þá er þó eftir að greina þær
frá öðrum greinum skáldskapar á blómaskeiði hámiðalda, svo
sem „chanson de geste“, „roman“, „chronica“, „lais“, „fabula"
o.s.frv. til þess að skynja og skilja muninn og sérstöðuna greini-
37 Einhver athygliverðasti þátturinn í þessu snertir skilning á Hallgerði lang-
brók. Sjá Matthías Johannessen: Njála í íslenskum skáldskap. Hið ísl. bók-
menntafélag, Rvík 1958.
38 Badel, bls. 121.