Skírnir - 01.04.1992, Page 86
80
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
öld og íslenska höfðingjastéttin sem hafði borið stofnanir þjóð-
veldisins uppi tók sjálfri sér blóð. Um þetta segir Einar Ólafur
Sveinsson m.a.: „vel mega sumar persónur sögunnar hafa erft eig-
indir frá Sturlungaaldarmönnum. Ymis atvik mega hafa orðið
yrkisefni, stundum beint, oftar óbeint. Mannvíg hefur hann [höf-
undurinn] sjálfsagt séð, sem honum hafa þótt átakanleg, og hann
hefur horft á deilur, hversu hermdarverki fylgdi hefnd, hversu ein
hefndin dró aðra á eftir sér.“41
En það er um Njálssögu eins og svo mörg önnur snilldarverk
að hún sprengir alla ramma af sér og allar skilgreiningar. Höfund-
urinn er mjög vel að sér í kristinni og kirkjulegri kenningu og
hann virðist vera kröfuharður í kristilegri siðferðisafstöðu sinni.
Sagan er að hluta til kristilegur harmleikur; - en í því er fólgin
nokkurs konar innri mótsögn vegna þess að ein höfuðdygðanna
er vonin og kristnin er ævinlega bjartsýn þrátt fyrir allt; örvilnun
og vonleysi fela í sér vantrú á almætti Guðs og er því syndug
hugarafstaða. Njálssaga er harmleikur en hún vísar út fyrir harm-
leikinn, lýsir því hvernig „rétt“ og „góð“ breytni og hugarfar
hnekkja lögmáli harmleiksins og brjóta vald hans niður, alveg
eins og góðmenni og göfugmenni urðu að lúta römmum sköpum
meðan „ill“ verk og „rangt“ hugarfar höfðu ekki hlotið óhjá-
kvæmilegan og hörmulegan endi í sögunni. Framan af ber mikið á
bölsýni og harmi en sögunni lýkur „vel“ og bjartsýni mótar
sögulokin. Vonin, Spes, ein þriggja höfuðdygða kristninnar,
varpar þannig ljóma sínum á harmleikinn og hrekur skugga hans
brott að lokum.
IV.
Frá slíku heildarsjónarmiði ber að meta einstaka þáttu Njálssögu
svo sem hér hefur verið reynt varðandi sögulok, lagamál, þrætur,
kristileg og harmræn einkenni. Hér er um að ræða hnitmiðað list-
41 Brennu-Njáls saga, bls. CXIV. - Hið sama birtist í bókmenntum erlendis, sjá
Badel bls. 42. í þessu efni má einnig minna á athuganir Barða Guðmundsson-
ar, sjá bók hans: Höfundur Njálu. Rvík 1958.