Skírnir - 01.04.1992, Page 92
86
GUDRUN LANGE
SKÍRNIR
Dæmin eru það sannfærandi að maður getur ekki varist þeirri til-
finningu að Tristrams saga hafi verið fyrirmyndin. Þegar kemur
hins vegar að áhrifum trúbadúrakveðskapar fer málið að vandast.
Eitt meginhugtak hans er amour courtois (riddaraást), enda voru
trúbadúrar kunnastir fyrir ástarljóð sín. Ógrynni af fræðiritum er
til um þennan flókna ástarkveðskap og ástarheimspeki en hér
verður látið nægja að vísa til skilgreininga G.E. von Grunebaums
og A.J. Denomys, því þar kemur fram það sem skiptir meginmáli:
Riddaraást (amour courtois) birtist í Suður-Frakklandi um 1100 e.Kr.
sem meginviðfangsefni trúbadúrakveðskapar. Aðaleinkenni hennar eru
trúin á hinn göfgandi mátt ástarinnar, tilbeiðsla elskhugans og takmörk-
un „sannrar“ ástar við endalausa þrá sem aldrei rætist. (Grunebaum
1955:70; þýðing mín)
Courtly love (amour courtois) er tegund af munaðarlegri ást, og það sem
greinir hana frá öðrum tegundum kynferðislegrar ástar, frá ástríðunni
einberri, frá svonefndri platónskri ást, frá hjónaást, er tilgangur hennar
og markmið, yfirlýst stefna hennar, en það er þróun og vöxtur elskhug-
ans í mannkostum, verðleika og gildi. (Denomy í þýðingu Einars Ól.
Sveinssonar 1966:195)
Mikilvægast af þessu er eftirfarandi: Einungis ást utan hjóna-
bands er sönn og fullkomin, en ást sem fæst fyrirhafnarlaust er
einskis verð. Markmiðið er að hin sanna ást hafi þroskandi og
göfgandi áhrif á báða aðila (Köhler 1967:385-428).
Svo virðist sem Bjarni Einarsson hafi ekki lagt nógu mikla á-
herslu á þessi atriði í fyrrnefndu hugtaki þegar hann talar fyrst og
fremst um ævilanga óhamingjusama ást skálds til giftrar konu
(1961:9). Hið sama gildir um Theodore M. Andersson sem rann-
sakað hefur efnisleg og formleg áhrif trúbadúrakveðskapar á
forníslenskan kveðskap. Að sögn hans er ekkert vandamál að
finna milliliði - gagnstætt því sem Einar Ól. Sveinsson heldur
fram (1966:169,196) - heldur sé spurning hvort suðrænna áhrifa
gæti líka í vísum Kormaks, en það álítur Andersson ekki líklegt
(1969:10-25).
Sú kenning að Kormakur sé „Tristan íslands“4 þarfnast nokk-
4 Bjarni Einarsson 1961:163.