Skírnir - 01.04.1992, Side 94
88
GUDRUNLANGE
SKÍRNIR
um rætur í alþýðukveðskap, latneskum kveðskap fornaldar og
miðalda og kristnum helgikvæðum.6 Hin arabíska kenning sækir
nú á og virðist fá æ meiri hljómgrunn.7 I henni felst m.a. skýring
á mótsagnaeðli amour courtois sem felst í nautn óuppfylltrar ástar,
„dýrkun svo óeðlilegrar, andfélagslegrar, ókristinnar og þjáning-
arfullrar ástar“ (Menocal 1987:77; þýðing mín). Tvennt ber að
nefna í þessu sambandi, þ.e. ’Udhrite, fornan ástarkveðskap
Araba, og arabískan nýplatónisma. Þessu tvennu og trúbadúra-
kveðskap er það sameiginlegt að hrein ást (fin’amors) bannar
samfarir en leyfir hins vegar hugsanir, langanir, augnatillit, kossa,
faðmlög og jafnvel snertingu nakins líkama, sem allt er syndsam-
legt samkvæmt strangri kristinni siðfræði (Denomy 1945:183-
190).
Amour courtois tíðkaðist snemma í klassískri arabísku hjá
skáldum eins og Jamil al-’Udhri (d. 701), ’Umar ibn Abi Rabi’a
(d. 719) og Ibn al-Ahnaf (d. 813) og slík ást var höfð í hávegum í
Bagdad á 9. öld. Kveðskapurinn kallast ’Udhrite eftir fyrstu full-
trúum sínum er tilheyrðu ættflokknum ’Udhra, og hann barst
með Aröbum til Spánar. Hann snýst um hreina ást sem hafnar
kynmökum og varir oft til æviloka.8 Dæmi um skáldskap sem
gerir skírlífi að göfugri dygð skal hér tilfært í enskri þýðingu J. T.
Monroes (1974:16-17):
I spent the night with her like a small camel, thirsty, yet whose muzzle
keeps him from drinking,
Thus for one such as I, there can be nothing in a garden beyond looking
and smelling the perfume;
For I am not like grazing animals who use gardens as mere pasture
grounds. [Ibn Faraj frá Jaén (d. 976)]
Menn beri þetta saman við eftirfarandi frásögn og vísur í Kor-
maks sögu (ÍF VIII:272-273):
6 Sját.d. Denomy 1944:175-176, 1953b:45; Menocal 1987:80-85.
7 Sjá nánar t.d. Burdach 1918, Erckmann 1931, Denomy 1945 og 1953a, Nykl
1946, Monroe 1974, Lasater 1974, Marks 1975, Boase 1976, Menocal 1979 og
1987.
8 Sjá nánar t.d. Denomy 1944:233-234, 1945:186-188; Gibb 1968:60-62; Mon-
roe 1974:14-21,393; Lexikon des Mittelalters 1:851.