Skírnir - 01.04.1992, Page 97
SKÍRNIR
ANDLEG ÁST
91
[. . .] ferr Kormákr at finna Steingerði, ok áðr en þau skilja, kyssir Kor-
mákr Steingerði tvá kossa heldr óhrapalliga. [-]
76. Baugi varðk at bœta
brúnleggs hvaðrantveggja
gulduð fé fyrr bjartrar
halsfang mýils spangar;
gptut gjallar mœta
golls laufguðum þolli,
tál hefk teitimála,
tveir kossar fémeiri. (1f VIII:291)
[...] ok einn dag var þat, er Kormákr gekk um stræti; sá hann Steingerði
sitja í skemmu einni ok gekk þagat ok sat hjá henni ok talaði við hana ok
kyssti hana fjóra kossa. [-]
Einn dag, er Kormákr gekk á stræti, sá hann Steingerði, víkr til hennar
ok biðr hana ganga með sér; hon neitar því; þá kippir Kormákr henni at
sér; hon kallar til liðs sér; konungr var nær staddr ok gengr til, ok þótti
undarlig þessi fpr [...] (ÍF VIII:293)
Kormakur nýtur þess að þjást og spyrja má hver sé skýring
þessarar að því er sýnist tortímandi ástar sem eingöngu felst í þrá
og löngun (fin’amors) en ekki holdlegu samlífi (fals’amors). For-
sendunnar virðist vera að leita í hugmyndinni um aðgreiningu
líkama og sálar, sem t.d. heimspeki nýplatónismans gerir ráð fyr-
ir. Nýplatónisminn gegnsýrði allar miðaldirnar og var hafður í
hávegum á 12. öld. Hann er hinn heimspekilegi bakgrunnur þess
tíma er trúbadúrar ortu, sungu og skrifuðu skáldskap sinn, en
þeir litu ekki bara á sig sem skáld heldur líka heimspekinga og
guðspekinga.
Meginmáli skiptir hér sú hugmynd að sál mannsins sé guð-
dómleg, einhvers konar útgeislun (emanation) frá óendanlegri
æðri veru. Hún hefur samlagast líkamanum - dimma efninu - en
þráir að sameinast aftur uppruna sínum, hinu æðsta, þar sem ríkir
fullkomnun og hamingja.12 Þessum heimi eða guðdómi lýsir
Plótínus, einn helsti fulltrúi nýplatónismans, sem ljósuppsprettu:
12 Sjá nánar Denomy 1944:193-214.