Skírnir - 01.04.1992, Qupperneq 102
96
GUDRUN LANGE
SKÍRNIR
mannkostum (cortezia). Kynferðisleg nautn væri fals’amors (fölsk
ást).24 Geta má þess í leiðinni að Katharar, villutrúarmenn sem
höfðu svipaðar hugmyndir og nýplatónistar og talsverð áhrif í
Suður-Frakklandi á sama tíma og trúbadúrarnir komu fram, litu á
hjónaband sem óæðra stig mannlegs lífs. Lauslæti og hórdómur
væru ekki eins mikil synd og hjúskapur, því hið síðara væri ævar-
andi syndsamlegt ástand. Allt kynlíf væri af hinu illa, frillulifnað-
ur hins vegar skárri en hjónaband.25
Um áframhaldandi feril Kormaks kemst Einar Ól. Sveinsson
þannig að orði (1966:201): „Steingerður nemur ekki staðar hjá
honum né hann hjá henni. Síðan hefst hin fánýta eftirsókn eftir
því, sem er glatað. Flann eyðir ævinni í tilgangslaus ferðalög og
herferðir, allt jafn-fánýtt. Hann yrkir sí og æ um hana, bezt þegar
hún er fjarri. Þannig líður ævi hans og hennar, fánýt leit að glöt-
uðu augnabliki." Líf Kormaks er þó ekki eins fánýtt og Einar tel-
ur það hafa verið. Það er einmitt hin ófullnægða ást (fin’amors),
þessi göfgandi máttur hennar, sem eflir skáldskaparlist Kormaks,
þrek hans og þor í öllum mannraunum, er hann ásamt bróður
sínum berst við ofurefli:
54. Uggik lítt, þótt leggi,
landvprðr, saman randir,
várat virðar stœri
vellauðigr, mér dauða,
meðan skerjarðar, Skarði,
skorð man ek fyr norðan,
hvpss angrar sú, sessi,
sótt, Þórketils dóttur. (ÍF VIII:268)
55. Skjótt munum, Skarði, herðnir,
skulum tveir banar þeira,
hollr, andskotum hrinda,
hjprdrífr, níu fjprvi,
24 Sjá einnig Denomy 1944:184-187, sem ræðir hugmyndir Andreasar Capella-
nusar þar að lútandi, en sá síðarnefndi skrifaði á tímabilinu 1174-1238 bók um
ástina, De amore.
25 Sjá nánar t.d. Denomy 1944:222-228.