Skírnir - 01.04.1992, Page 104
98
GUDRUNLANGE
SKÍRNIR
81. Hirðat, handar girðis
Hlín, sof hjá ver þínum
fátt kannt, í mun manni,
minna frama, at vinna;
þó skaltu, fornrar fpldu
Frigg, heldr an mér liggja,
drykk hefk yðr of aukit
Aurreks, náar gauri.
Kormákr bað Steingerði fara með bónda sínum. (lF VIII:298)
Á dauðastundinni minnist Kormakur enn Steingerðar í síð-
ustu vísu sinni (IF VIII:302). Frá nýplatónsku sjónarmiði má líta
á ást hans, list og afrek sem „hreinsun sálarinnar" eða eins og
Ágústínus segir: „navigationem ad patriam“ (sbr. fyrrgreinda til-
vitnun).
Eins og sönnum trúbadúr sæmir festir Kormakur ást á konu
sem hefur næga verðleika til að lyfta ást þeirra á æðra stig. Stein-
gerður gefur í fyrrnefndri vísu (nr. 21, IF VIII:223) ótvírætt til
kynna að hún elski Kormak, og hvergi í sögunni verður séð að
hún taki orð sín aftur, þótt á ýmsu gangi milli þeirra. Ástarþrá
hennar kemur hins vegar fram á látlausari hátt en Kormaks,
þ.e.a.s. eins og sannri domnu trúbadúrs sæmir. Það virðist engin
tilviljun að Steingerður er einmitt á ferð í Miðfirði þegar skip
Kormaks ber þar að (sbr. fyrrgreinda frásögn, IF VIII:272-273).
Hún lætur sig ekki heldur vanta þegar Kormakur gengur á hólm
við Þorvarð mág hennar (ÍF VIII:285):
Steingerðr kvezk fara vilja til hólms, ok svá var gprt. Þá er Kormákr sá
hana, kvað hann vísu:
70. Hefk á hólm of gengit
hald-Eir of þik fpldu,
hvat megi okkrum pstum,
annat sinn, of rinna?
ok vígsakar vakðar
Vpr hefk of þik bpru,
því skal mér an Tinteini,
tvær, unnusta nærri.