Skírnir - 01.04.1992, Page 105
SKÍRNIR
ANDLEG ÁST
99
Kormakur virðist sigra andstæðing sinn í krafti þeirrar ástar
(amour courtois) er hann ber til Steingerðar. Þegar hann fer utan í
annað skipti biður Steingerður eiginmann sinn, Þorvald tintein,
„at þau skyldi útan. Hann [Þorvaldr] kvað þat eigi ráðligt, en má
þó eigi synja henni“ (ÍF VIII:293). Það er ljóst að Steingerður
þolir ekki of langa fjarveru frá Kormaki.
Hugsjón amour courtois (fin’amors) er alltaf höfð í heiðri. Sem
gift kona heldur Steingerður ekki fram hjá eiginmönnum sínum,
Bersa og Þorvaldi. Hún hafnar fingurgulli sem Kormakur vill
gefa henni (IF VIIL275). Sömuleiðis neitar hún að gera honum
skyrtu (264) og mislíkar að hann skuli með kaupum komast yfir
baug sem hún á (288-289), en hringur og kápa (skyrta?) eru í
trúbadúrakveðskap tákn tryggðar og náins ástarsambands.27
Steingerður hefur, eins og fyrr segir, ekkert á móti kossum en
þegar Kormakur biður hana þrívegis að ganga með sér neitar hún
því: „hon kvazk munu skipa um menn“ (287), „hon kallar til liðs
sér“ (293), „kvazk ekki skyldu kaupa um knífa“ (298). Varðandi
síðasta tilsvarið má benda á það að „fyrsti trúbadúrinn“, Vil-
hjálmur frá Poitiers (1071-1126), notar orðið „hnífur“ í kynferð-
islegri merkingu.28
IV
Ástarsamband Kormaks og Steingerðar er eins konar meinlætalíf
og að því leyti ber sagan keim af helgisögu. Spurningin er hver
tilgangur höfundar með henni hafi verið. Einar Ol. Sveinsson tel-
ur „að söguritarinn sé ekki djúpsær“ (IF VIILCI), „ekki fimur að
skrifa, lítill fræðimaður og ekki rýninn“ (ÍF VIILCVI), og að sag-
an beri „engin merki klerklegs lærdóms" (1966:167). Bjarni Ein-
arsson (1976) heldur því aftur á móti fram að sagan beri frá upp-
hafi til enda vott um markvissan tilgang höfundarins (115), hún sé
skrifuð samkvæmt þaulhugsaðri áætlun (123) og höfundurinn
hafi átt heima í Húnavatnsþingi. Sagan sé sprottin af bók-
27 Sjá nánar t.d. Mölk 1982:27-28.
28 Sjá nánar Mölk 1982:24-28.