Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 107
SKÍRNIR
ANDLEG ÁST
101
í skólakennslu 12. og 13. aldar var kenningin um fjögur merk-
ingarsvið Biblíunnar ráðandi og viðeigandi túlkunaraðferðir
þóttu sjálfsagður hluti allrar menntunar. Sensus historicus/littera-
lis eða bókstafleg merking miðaðist við einfalda eða ólærða menn
(simplices vel illitterati). Hin sviðin þrjú, sem taka til andlegs og
siðferðilegs skilnings, þ.e. innri merkingar, eru: sensus allegoricus
eða dulin merking miðuð við gáfaða (intelligentes), sensus
tropologicus/moralis eða siðferðileg merking við lengra komna
(provecti) og sensus anagogicus eða andleg merking við vitra
(sapientes)?3 Utlegging ritningarinnar hvíldi eingöngu á þessari
kenningu og hún hélt fullu gildi sínu allar miðaldir þó að um ein-
hvers konar „endurvakningu" (renaissance), natúralisma eða
húmanisma 12. aldar væri að ræða og menn færu að beina áhuga
sínum að öðrum hlutum og ritum en trúarlegum (Lacher 1988:2).
Platónismi 12. aldar beitti fyrrgreindum aðferðum við verald-
lega texta fornaldarhöfunda. Með því að sýna að ekki bæri að
skilja skáldskap (fabulas) þeirra bókstaflega heldur væri þar falin
innri merking (integumentum, sensus geminus), var hægt að rétt-
læta lestur heiðinna bókmennta frá kristnum sjónarhóli.34 Þetta
stuðlaði að því að menn fóru að semja sín eigin verk, bæði á lat-
ínu og á þjóðtungum, sem höfðu að geyma heimspekileg sannindi
eða æðri merkingu (sensus geminus). Um veraldleg rit sem fólu í
sér slíka innri merkingu var þó notað orðið integumentum (eða
involucrum) til aðgreiningar frá biblíulegri allegóríu en jafnframt
er allegóría yfirhugtak um bæði trúarleg og veraldleg rit.35
Varðandi Kormaks sögu hafa fræðimenn fundið höfundi
hennar ýmislegt til foráttu, eins og vanhæfni í sálfræðilegum
skýringum, trú á fjölkynngi36 og lélegan smekk.37 Engum fræði-
manni virðist hins vegar hafa dottið í hug að í sögunni gæti verið
fólgin andleg merking (integumentum, sensus geminus), nefnilega
33 Sjá nánar t.d. Weddige 1987:108-110.
34 Sjá nánar t.d. Brinkmann 1971:314-339, 1980:154-259; Wetherbee 1972:36-48,
Jeauneau 1973:127-179, Wehrli 1987:250-251, Lacher 1988:1-31, Herzog
1979:52-69, Krause 1958:82, 257, 258.
35 Wetherbee 1972:42-43, Suchomski 1975:67-73, Lacher 1988:1-11.
36 Sjá þó Bjarna Einarsson 1976:57-59, 87-91, 101 o.s.frv.
37 Sjá nánar um þetta t.d. Bjarna Einarsson 1976:57-59.