Skírnir - 01.04.1992, Page 108
102
GUDRUN LANGE
SKÍRNIR
leit mannsins að hinu æðra (í þessu tilviki með hjálp hreinnar ást-
ar, fin’amors), ferill hins mannlega lífs, örlög sálarinnar.
Um 1200 hafði veraldleg allegóría (integumentum) áunnið sér
slíkan sess að lykillinn að skilningi á henni fylgdi ekki lengur af
hálfu höfundar.38 En hvetji söguritarinn ekki lesendur eða áheyr-
endur sína beinlínis til þess að finna æðri sannindi, og slíkt gerist
ekki í Kormaks sögu, er erfitt að sjá hvort yfirleitt sé um allegóríu
að ræða. Þegar þannig er ástatt verður maður að taka tillit til hins
sögulega umhverfis höfundar, leita að sameiginlegri vitneskju
hans og viðtakenda til að komast að raun um tilgang hans.39
Bent hefur verið á það í öðru sambandi að Islendingasögur
séu einhvers konar siðferðilegar dæmisögur (exempla), „siðferðis-
speglar sem klerklegir höfundar héldu uppi“:40
Ljóst er af fornum lögum og sagnfræðiheimildum að kynlíf utan hjóna-
bands var algengt. Eftir bókmenntalegu heimildunum að dæma ríkti hins
vegar að mestu leyti tryggð í íslenskum hjónaböndum. Þennan mun milli
sagnfræði- og bókmenntaheimilda þrettándu aldar má skýra með vaxandi
áhrifum kirkjunnar sem á þessum tíma reyndi að innleiða einlífi klerka
og hjónabandstryggð á Islandi. Klerklegir höfundar þrettándu aldar létu
sögurnar gerast á löngu liðnum tíma og bjuggu til fyrirmyndir í þeim til-
gangi að bæta kynhegðun áheyrenda sinna.
Um eflingu kirkjuvaldsins og umbótahreyfingu kirkjunnar á
íslandi á 12. og 13. öld skal ekki fjölyrt hér.41 Alþekkt er barátta
erkibiskups í Niðarósi og sumra íslenskra biskupa (t.d. Þorláks
helga) fyrir bættu siðferði manna. Islendingar, einkum höfðingjar
(lærðir og ólærðir), eru oftar en einu sinni alvarlega ávítaðir í
bréfum erkibiskups fyrir syndsamlegt líferni, lauslæti og hórdóm
(„búfj árlif nað“) .42
38 Sjá t.d. Lacher 1988:4.
39 Kurz 1979:12-24, Lacher 1988:2, 7-8.
40 Jochens 1980:389, 377; þýðing mín. Sjá einnig Schach 1984:175 („moral ex-
empla"), Lange 1989:40,194-195 nmgr. 147.
41 Sjá nánar um þetta t.d. Magnús Stefánsson 1975:57-144.
42 Samarit: 94-95,104-105.