Skírnir - 01.04.1992, Side 110
104
GUDRUNLANGE
SKÍRNIR
máli {prosimetrum.yb fyrirfinnst ekki einungis í íslenskum heldur
líka suðurfrönskum (vidas, razos)47 og arabískum48 skáldasögum
sem virðast býsna líkar. Klaus von See bendir einnig á náinn
skyldleika hinna íslensku skáldasagna og æviágripa trúbadúra við
miðháþýskar skáldasögur {Dichterlegenden).w
Spurningin er hvernig eigi að skýra tengsl Islendinga, Frakka
og Araba á miðöldum. Frá þröngu pósitívísku sjónarmiði mætti
krefjast ritaðra heimilda, en sterk menningaráhrif geta, eins og
hugmyndasögulegar rannsóknir sýna, átt sér stað án þess að þau
séu beinlínis skjalfest.50 Hér verður að taka tillit til hins sögulega
og menningarsögulega bakgrunns (Denomy 1944:240; þýðing
mín):
Það var eins og hugmyndir og menning hins íslamska heims lægju í loft-
inu [. . .] og er það engin furða þegar hafðir eru í huga hinir miklu yfir-
burðir arabískrar menningar frá síðari hluta áttundu aldar til síðari hluta
þeirrar elleftu. Þessir yfirburðir voru viðurkenndir af leiðandi hugsuðum
og fræðimönnum kristninnar á tólftu og þrettándu öld.
íslendingar og aðrir Evrópumenn gátu hafa orðið fyrir arab-
ískum áhrifum bæði í austri og vestri. Þetta gerðist t.d. með um-
fangsmikilli verslun (ekki síst með þræla!), tíðum pílagrímsferð-
um, námsdvölum, styrjöldum og krossferðum.51
I austri lágu verslunarleiðir Araba á 9. og 10. öld frá Bagdad til
Eystrasalts. Margar arabískar gull- og silfurmyntir (frá 8.-12. ald-
ar, einkum þó 10. öld) sem fundist hafa aðallega í Svíþjóð, Dan-
mörku, Pommern (Wollin, Jumne), á Borgundarhólmi og Got-
landi, en einnig í Noregi og á Islandi, vitna um samskipti þessara
46 Sjá t.d. Burdach 1918:1097, Gibb 1968:124, Menocal 1987:144, Lexikon des
Mittelalters 1:850,852. Um prosimetrum sjá einnig Wehrli 1987:203; Lange
1989:32,190 (nmgr. 93 og 94).
47 Sjá t.d. von See 1981:501-505, Mölk 1982:110-123.
48 Burdach 1918:1023.
49 Klaus von See 1980:74-75. Sjá einnig Naumann 1950:386-392.
50 Sjá nánar um þetta t.d. Erckmann 1931:254 o.s.frv.
51 Sjá t.d. Denomy 1944:239-243, 1945:206-207; Burdach 1918:994-1029, 1072-
1098; Bogi Th. Melsteð 1907-1915:585-910; Maurer 1870:440—468; Lexikon
des Mittelalters 1:838-845. Le Goff 1986:23-28.