Skírnir - 01.04.1992, Page 111
SKÍRNIR
ANDLEG ÁST
105
þjóða.52 Fræg eru og tengsl norskra konunga og fleiri norrænna
manna við Garðaríki og Miklagarð (má þá sérstaklega nefna vær-
ingja).53 Frásagnir arabískra sagnfræðinga, rithöfunda, kaup-
manna og erindreka veita auk þess mikilsverða vitneskju um líf
manna í Norður-Evrópu, pólitísk samskipti þeirra við Bagdad og
Andalúsíu og herferðir víkinga, m.a. á Spáni og í Norður-Afr-
íku.54
Milli Araba á Spáni og norrænna víkinga virðast snemma hafa
myndast einhvers konar diplómatísk sambönd ef marka má frá-
sögn hins spænsk-arabíska fræðimanns Ibn Dihya (1149-1235):55
Al-Ghazal (d. 860), hirðskáld hjá emírnum Abd ar-Rahmán II.
(822-852) á Spáni, gegndi starfi sendimanns við evrópskar hirðir
og heimsótti eitt sinn konung í Norður-Evrópu, e.t.v. á Sjálandi
eða Irlandi, í þeim erindum að semja frið vegna nýafstaðins bar-
daga við víkinga um Sevilla. Al-Ghazal var vel tekið við hirð
konungs, hann naut mikillar hylli drottningarinnar og orti um
hana lofkvæði í anda trúbadúra.56 Einnig sagði hann mönnum frá
lífi múslima, sögu þeirra og landi. Frásögninni lýkur með því að
Al-Ghazal sneri heim eftir tuttugu mánaða dvöl með viðkomu í
Santiago de Compostela á Norður-Spáni, sem er frægur píla-
grímastaður, en þangað fóru ennfremur sendimenn konungs.
Santiago de Compostela er auk pílagrímastaða eins og Róma-
borgar og Jórsala getið í hinum íslenska leiðarvísi (itinerarium)
Nikulásar ábóta á Munkaþverá (d. 1159).57 Þar er auk þess að
finna margar klausur sem bera vott um víkingaferðir norrænna
manna, herferðir og pílagrímsferðir í suðurátt.58 Suðurgöngur Is-
lendinga virðast þá hafa verið býsna tíðar miðað við fólksfjölda,
52 Welin 1956:182-191, Lexikon des Mittelalters 1:839.
53 Sjá t.d. KLNM XIX:534-538.
54 Birkeland 1954:3-176, 1956:194-197; Singer 1944:8.
55 Birkeland 1954:83-88.
56 Um hirðskáldskap Araba sjá t.d. Burdach 1918:1022-1029, 1072-1098.
57 Alfrœði íslenzk 1:16, 17-19, 21-22. Geta má þess t.d. að Hrafn Sveinbjarnarson
kom á suðurgöngu sinni nokkru fyrir 1200 við í Santiago de Compostela; sjá
líka Einar Arnórsson 1954-1958:1^15.
58 Alfrœði íslenzk 1:13-23.