Skírnir - 01.04.1992, Page 117
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Skáldið og konan
Um Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar
I.
ÁriÐ 1841 MINNIST Páll Melsteð á Hulduljóð í bréfi til Jóns Sig-
urðssonar, kveðst vita að Jónas sé að yrkja það kvæði og segir:
„Það trúi eg sé um Eggert Ólafsson". Stuttu seinna segir Jónas
sjálfur í bréfi til Konráðs Gíslasonar að hann sé að vinna að nátt-
úruvísindum, sé að kryfja dýr, en „þess á milli að yrkja ,Huldu-
ljóð‘, það verður fallegt kvæði". Þremur árum síðar skrifar Brynj-
ólfur Pétursson Jónasi til Soro, biður hann um ljóð og segir:
„Mikið er það sárt að Hulduljóð eru ekki búin, en hvað tjáir um
það að tala“. Og Konráð rekur á eftir Jónasi um svipað leyti og
segir: „Vantar Hulduljóð".1
Við vitum þannig að Jónas var lengi að semja Hulduljóð og
við sjáum af handritum að hann hefur verið að nostra við ljóða-
bálkinn, strika út og breyta, árin 1843, 1844 og 1845.2 Jónas var
vanur að fága ljóð sín en hann var ekki vanur að liggja lengi yfir
þeim. Þekktustu kvæði hans svo sem „Island", „Gunnarshólmi"
og „Fjallið Skjaldbreiður“ voru öll birt fljótlega eftir að þau voru
ort. Hvers vegna hélt Jónas Hulduljóðum hjá sér og birti þau
aldrei? Hvers vegna taldi hann þeim aldrei lokið? Hvað ætlaði
hann að gera í þessum ljóðabálki?
Enginn getur svarað því hvað skáldið ætlaðist fyrir en það er
ekki ótrúlegt að Hulda hafi átt að vera persónugervingur hinnar
frjálsu, ósnortnu náttúru Islands. Hún hafi jafnframt átt að vera
1 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, ritstjórar Haukur Hannesson, Páll Valsson
og Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík 1989. Tilvitnanir hér að ofan eru í IV.
bindi: Skýringar og skrár, bls. 147-148.
2 Sama rit, bls. 150.
CÍ>,V*,,V 1 (,(, Ar I\,r,r 1 qqnt