Skírnir - 01.04.1992, Síða 118
112
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
skáldgyðja íslenskra skálda, ástæðan fyrir ljóðum þeirra og sú
sem þeir yrkja til. Gyðjunni sé ekki samboðin sú andlega lágkúra
sem ríki með þjóðinni, aðeins einn maður gæti verið henni sam-
boðinn, þ.e. hugsjónamaðurinn og skáldið Eggert Ólafsson. Egg-
ert er þá tákn á sama hátt og Elulda en hann á ekki aðeins að vera
tákn hinna háu markmiða og sterka siðferðis heldur líka fegurðar
og viðkvæmni. Eggert og Hulda, hugsjónin og landið, mætast í
„gagnkvæmri ást“ sem ber í sér drauminn um fegurra mannlíf.
I framansögðu eru mörg vel þekkt minni úr ljóðum róman-
tískra skálda í upphafi nítjándu aldar. Ef Jónasi hefði tekist að
ljúka Hulduljódum á þennan veg hefði hugsanlega mátt lýsa
ljóðabálknum á eftirfarandi hátt:
[.. .] í kvæðinu [ríkir] jafnvægi milli dags og nætur, veruleika og draums,
raunsæilegrar ádeilu og rómantískrar sveimhygli. Upplýsing og róman-
tík mynda engar andstæður heldur sameinast í framfaratrú og frelsisþrá. 3
Þessi túlkun á Hulduljóðum stenst hins vegar ekki, að mínu
mati. Hafi Jónas ætlað sér að skapa svo fullkomið samræmi í
ljóðabálk sínum tókst honum það ekki. Hulduljóð skortir klið-
mýktina og samræmið sem einkennir frægustu ljóð Jónasar, að
minnsta kosti á yfirborðinu. Eg er ekki ein um þessa skoðun, ís-
lenskir bókmenntamenn hafa löngum litið Hulduljóð hornauga. I
sýnisbækur íslenskra bókmennta er venjulega tekinn kaflinn
„smávinir fagrir, foldarskart“ og kallaður „Ur Hulduljóðum", en
kvæðið er ekki tekið í heilu lagi.4
Ljóðabálknum Hulduljóðum má skipta í sjö hluta eða atriði
þar sem mismunandi persónur eru á sviðinu hverju sinni.5 Þegar
innri bygging ljóðabálksins er skoðuð má sjá mótsögn eða
3 Guðmundur Andri Thorsson: „... það sem menn kalla Geni“, Tímarit Máls og
menningar, 4. hefti 1985, bls. 423-424.
4 Sbr. íslensk lestrarbók 1750-1930, Sigurður Nordal setti saman, Reykjavík
1942. Urval Sigurðar lá til grundvallar Skólaljóðum og fleiri sýnisbókum í ára-
tugi.
5 I. hluti: l.-3.erindi, II. hluti: 4.-8.erindi, III. hluti: 9.-16. erindi, IV. hluti: 17.-
20. erindi, V. hluti: 21.-24. erindi, VI. hluti: 25.-27. erindi, VII. hluti: 28.-30.
erindi. Ljóðabálkurinn er birtur í heild á eftir þessari grein og hafa þessar
skiptingar verið settar þar inn.