Skírnir - 01.04.1992, Qupperneq 120
114
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Inngangurinn á að undirbúa jarðveginn, vinna samúð áheyr-
enda og vekja áhuga þeirra. Það hefur undurgóð áhrif á á-
heyrandann ef sá sem talar sýnir auðmýkt sína og hógværð í upp-
hafi máls síns. Hulduljóð hefjast þannig á sviðsettu lítillæti:
„Skáld er ég ei, en huldukonan kallar“. Þetta er hins vegar ekki
bara mælskubragð til að vinna samúð áheyranda heldur felst í
þessum orðum yfirlýsing hins rómantíska skálds um listsköpun-
ina. Þörfin fyrir list, fyrir það að skrifa, er ekki sjálfsprottin held-
ur hefur skáldið fengið yfirskilvitlega skipun eða boð um að
skrifa.7
Sá sem talar, „ég“, er ein af persónum Hulduljóða. Hann er sá
sem Hulda gerir að skáldi. Hér á eftir verður greint á milli þessa
sviðsetta skálds í ljóðabálknum, skáldsins, og hins raunverulega
höfundar, skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Þriðja stærðin í
ljóðabálknum hefur ekki eigin rödd og er ekki persóna í ljóða-
bálknum. Þetta er hugveran sem liggur ljóðinu til grundvallar og
kemur fram sem eins konar nærvera höfundar í verkinu, hugver-
an sem heldur ljóðinu saman og stýrir tjáningu þess bæði á með-
vitaðan og ómeðvitaðan hátt. Þessa þriðju stærð má kalla „ljóð-
veruna“.8
Skáldið er „kallað“, útvalið, því hefur verið fengið spámanns-
legt hlutverk og ræða þess krefst áheyranda. Auðmýkt fyrstu
orðanna er fokin út í veður og vind strax í þriðja erindi þar sem
skáldið, ljóðmælandinn, snýr við hlutverkum, kallar skáldgyðj-
una til sín og skipar henni að setjast „vini sínum nær“. Onnur
persóna eintölu, „þú“, er komin inn í textann.
Bragarhátturinn er þýður, langar ljóðlínur með fimm braglið-
um eins og í elegíunni, en hún miðlar hugblæ sorgar, saknaðar og
angurværðar. Sviðsetning ljóðsins í þessum fyrstu erindum er
dramatísk og stílfærð. Ljóðið hefst í frjálsu fjallalandslagi þar sem
7 Sbr. Roland Lysell: „Subjektet i Stagnelius’ lyrik“, Nordische Romantik, Akt-
en der XVII. Studienkonferenz der IASS 1988, Helbing & Lichtenhahn, Basel,
1991, bls. 414-415.
8 Á norsku „diktsubjekt“. Ég hef áður þýtt það hugtak með „ljóðmælandi"
(„Ástin og guð“, Tímarit Máls og menningar, 3. hefti, 1989), en það er villandi
þýðing því að þessi stærð í ljóðinu hefur ekki eigin rödd, „mælir" ekki í ljóð-
ínu.