Skírnir - 01.04.1992, Page 121
SKÍRNIR
SKÁLDIÐ OG KONAN
115
fossinn dunar, degi hallar og Hulda kemur upp að hlið ljóðmæl-
andans þegar: „ljós er af himni, næturmyndir reika“. Það leikur
sem sagt ekki vafi á því í fyrsta hluta Hulduljóða hvar Jónas Hall-
grímsson ætlar verki sínu stað. Það er skrifað í anda rómantísku
stefnunnar: skáldið í ljóðinu er „kallað" og hlutverk þess er há-
leitt. Hið síðastnefnda er tekið alvarlega í öðrum hluta ljóða-
bálksins.
Málavextir eru lagðir fram og nú gerist skáldið kennimanns-
legt, skörulegt og rökfast. Það ber fram spurningar eins og „hvers
er að dyljast?", „hvers er að minnast?“ Mælskuspurningar vísa
oftast til þess sem er almennt viðtekið og treysta á sameiginlega
vitneskju þess sem spyr og áheyrenda hans. Spurningin „hvar er
þín fornaldarfrægð?“ gefur sér þær forsendur að allir séu sam-
mála um að fornaldarfrægðin sé liðin undir lok. Spurningarnar í
öðrum hluta Hulduljóða, fjórða erindi, eru ekki slíkar mælsku-
spurningar heldur ræðuspurningar (óratórískar spurningar) þar
sem sá sem talar svarar spurningum sínum sjálfur.9 Þeim er form-
lega beint til Huldu en bæði spurningu og svari er ætlað að leiða
hana inn í röksemdafærslu skáldsins, vinna hana til fylgilags við
málflutning þess og niðurstöðu sem er sú að okkur beri að ræða
um leiðtogann sem frætt geti „hinn veika lýð“.
Nú er ekkert til sparað af mælskubrögðum. Næst leiðréttir
skáldið sig og endurskoðar yfirlýsingu fjórða erindis í ljósi hinn-
ar menningarlegu lágkúru samtímans. I sjötta erindi yfirgefur
hann síðan þetta leiða umræðuefni af tillitssemi við Huldu.
Með þessum mælskuslaufum hafa málavextir verið lagðir fram
þ.e. niðurlæging aldarinnar, tilfinningakuldi og þörfin fyrir leið-
toga. Hér lýkur jafnframt hinum röklega hluta ljóðsins í bili, en
er fram haldið í fjórða hlutanum, ljóði Eggerts. Sá hluti er eins
konar útfærsla á öðrum hlutanum og staðfesting á málflutningi
hans. I sjöunda hlutanum, ljóði smalans, er Eggert kvaddur og
lögð fram niðurstaða um hlutverk hans. Þetta er nokkurs konar
röksamhengi í Hulduljóðum, en það er tvisvar sinnum rofið af til-
finningaþrungnum köflum.
9 Olaf Homén: Poetik, Stockholm 1954, bls. 322.