Skírnir - 01.04.1992, Page 123
SKÍRNIR
SKÁLDIÐ OG KONAN
117
sem vanir eru veruleikablekkingu raunsærra texta. Við viljum að
persónugervingin sé falin eða gerð eðlileg. Við viljum frekar
heyra: „Sóleyjan brosir mér við“ en „Ó, sóley! bros þú mér við!“
Ávarpið minnir okkur óþægilega á að bókmenntatextinn er tilbú-
ið líf og sviðsettar ástríður.11
I sjöunda erindi Hulduljóða er Hulda ávörpuð: „Sólfagra
mey!“ og strax á eftir ávarpinu sem undirstrikar nálægð í rúmi,
kemur sýnin sem undirstrikar nálægð í tíma. Það sem er að ger-
ast, gerist fyrir augum skáldsins sem hrópar: „ég sé -“. En ekki
hefur hann fyrr hrópað þetta en hann dregur úr hinni sterku tján-
ingu og bætir við:
Sólfagra mey! eg sé - nú leit minn andi
þann seglið vatt í hyrnum undan Skor
og aldrei síðan aftur bar að landi -
Þessi úrdráttur, þ.e. ég sé en það sem ég sé er ekki veruleiki
heldur sé ég þetta í anda, kallar á nýtt ávarp: Eggert! ó hyggstu þá
að leita vor?
Eggert er þannig kveðinn upp úr djúpunum, gefið líf, gerður
að persónu. En strax á eftir mælskuspurningunni snýr skáldið sér
aftur að Huldu og lýkur erindinu á ljóðrænni mynd þar sem
hann lýsir því fyrir henni hvernig Eggert varpar hafinu af herðum
sér eins og skikkju. Skiptin eru svo snögg og áköf að lesandi fær
varla tíma til að átta sig á hver er í sviðsljósinu: Hulda, skáldið
eða Eggert.
Eggert er ávarpaður og verður annað „þú“ í textanum en oft-
ast lýsir skáldið honum fyrir Huldu í þriðju persónu. Hann rís
upp úr hafinu, svipast um, kyssir fósturjörðina, svipast enn um
og líður yfir jörðina. Skáldið lýsir Eggert fagurlega; hann er sá
sem allt veit, hann er siðferðishetja, „vandlætishetjan sterkum
búin gerðum", hann er „hetja" og „kappi“, „ættarblómi" og
11 Sjá einnig Dagnýju Kristjánsdóttur: „Ástin og guð“, Tímarit Máls og menn-
ingar, 3. hefti 1989, bls. 344-345.