Skírnir - 01.04.1992, Page 125
SKÍRNIR
SKÁLDIÐ OG KONAN
119
Kaflinn hefst á því að blómin eru ávörpuð og þar með pers-
ónugerð. Hvaðan skyldi hún koma þessi árátta rómantískra ljóða
að persónugera allt í kringum sig? Hvers vegna er það svo freist-
andi fyrir okkur að færa mannlega eiginleika, mannleg viðbrögð
og tilfinningar yfir á allt sem við komum nálægt?
Samsömun manns við náttúru liggur augljóslega til grundvall-
ar persónugervingunni (þú/blóm ert eins og ég/maður) en málið
er flóknara en svo. Til að geta borið eitthvað saman þurfa báðar
stærðir að vera gefnar og leiki vafi á því verður persónugervingin
að því sem belgísk-ameríski bókmenntafræðingurinn Paul de
Man kallar „prosopopoeia“: að gefa ómennskum fyrirbærum
andlit og rödd. Munurinn felst í því að „prosopopoeia" getur
ekki tekið stærðirnar sem bornar eru saman sem gefnar, stíl-
bragðið er krafa um samsömun, ósk um að samsömun sé mögu-
leg (þú/blóm og ég/maður mættum muna margt sameiginlegt).14
Maðurinn telur sér trú um að hann sé heildstæð, einstæð og sjálf-
stæð hugvera sem þar að auki sé viðmið og mælikvarði alls sem
er, það er blekking sem við getum hvorki lifað án né lifað með.
Skáldin geta að minnsta kosti ekki með góðu móti lifað með þess-
ari blekkingu. Allt þetta sjáum við í „Smávinum fögrum“, textan-
um sem lagður er Eggerti Ólafssyni í munn.
I kaflanum er keðja af persónugervingum; öll náttúran er lif-
andi og mannleg, gædd minni, vináttu, sjón, mannlegum þörfum
fyrir hvíld og drauma. En það er athyglisvert að Eggert ávarpar
blómin ekki sem jafningja. Hann talar við blómin eins og börn og
líkir þeim við annað ungviði:
Vissi ég áður voru þér,
vallarstjörnur um breiða grund,
fegurstu Ieiðarljósin mér,
lék eg að yður marga stund;
nú hef ég sjóinn séð um hríð
og sílalætin smá og tíð,
munurinn raunar enginn er
því allt um lífið vitni ber.
14 Jonathan Culler: „Reading Lyric“, Yale Frencb Studies 69, 1985, bls. 100.