Skírnir - 01.04.1992, Page 129
SKÍRNIR
SKÁLDIÐ OG KONAN
123
mynstur og Eggert er þá í hlutverki föðurins17, Hulda í hlutverki
móðurinnar og skáldið í hlutverki sonarins - en átökin í Huldu-
Ijóðum verða ekki að fullu skilin né skýrð þar með.
Hulda fær aldrei eigin rödd í ljóðabálknum, hún segir aldrei
neitt, en hún fær einhvers konar líkama, viðbrögð og nálægð.
Þegar skáldið staðhæfir að hún elski Eggert er það ályktun sem
hann dregur af hrifningu hennar og tárvotum, tindrandi augum.
Ljóðmælandinn „ann Eggert þess glaður" en biður samt Huldu í
næsta orði að koma í fangið á sér. Þá beiðni verður hann að þrí-
taka. „Konan sem er ekki til“ veitir honum mótstöðu og beiðnin
verður innilegri og meira lokkandi með hverri endurtekningu.
Tælandi orðræða samstöðu og samheldni læðist inn í textann, það
erum „við“ - ég og þú, Hulda - andspænis „honum“, svo sem:
„hér er okkar staður“ og „þess alls er vann hann oss til bóta“.
Þessi leikur samstöðu og mótstöðu er rofinn af einræðum Eggerts
í fjórða hlutanum.
Viðbrögð Huldu við beiskum lokaorðum Eggerts eða „háð-
ungarorðum“ hans eru full af geðshræringu og hún grípur um
hendur skáldsins síns. Hann verður umsvifalaust að segja henni
að hann viti, hann þekki og skilji hug hennar og geti huggað hana.
Og svo koma ljóðlínurnar:
Eggert er þér um ekki neitt að kenna
annast hefurðu fjallareitinn þenna.
Hvernig á að skilja þetta milligönguhlutverk skáldsins? Hvers
vegna snýr Hulda sér til hans, en ekki til Eggerts sjálfs? Ljóðver-
an er búinn að koma upp ágreiningi sem skáldið staðfestir með
því að fullvissa Huldu um að Eggert sé ekki að ákæra hana um að
fylla flokk hinna „blindu manna“. Hann viti það manna best að
hún hafi annast vel um fjallareitinn sinn.
17 Skáldið kallar Eggert „föður" og Jónas skrifar orðið með stórum upphafsstaf í
handriti: „Kjær er mér, Faðir! komu þinnar dagur“. Kvœði Jónasar Hallgríms-
sonar í eiginhandarriti, Einar Ól. Sveinsson og Ólafur Halldórsson sáu um út-
gáfuna, Reykjavík 1965, bls. 136.