Skírnir - 01.04.1992, Page 130
124
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Næsta erindi hefst svo á trúnaðarfullu ávarpi úr daglegu máli:
„Sjáðu!“ Hér er ekki tekið til ákallanna: „Eg sé! nú leit minn
andi“ heldur er einfaldlega sagt: Sjáðu! Það er heldur ekkert verið
að minnast á ástir Huldu og Eggerts úr því sem komið er. Skáldið
er nefnilega komið upp á milli Huldu og Eggerts á sama hátt og
Eggert hafði komið upp á milli þeirra Huldu tíu erindum áður.
Nú hefur honum verið rutt úr vegi. Saman horfa skáldið og
Hulda á Eggert Ólafsson svífa út úr Hulduljóbum og í sjötta
hluta ljóðsins eru það bara þau tvö sem máli skipta. Gleymdur er
Eggert Ólafsson.
VI.
Og hvað er svo verið að fara með þessum flóknu ástarmálum sem
hér hafa verið rakin? Af hverju getur skáldið, „ég“ Hulduljóða,
ekki í raun „unnt Eggert þess glaður“ að fá Huldu, heldur tekur
hana handa sjálfum sér?
I greininni „Leit og landvinningar“ bendir Marlon B. Ross á
að rómantíska tímabilið hafi verið ólíkt upplýsingartímanum í
því að sjálfsvitund skáldanna sé iðulega höfuðviðfangsefni ljóða
þeirra. Leitin að stöðugri sjálfsmynd hafi orðið angistarfyllri og
meira áberandi í ljóðum rómantískra skálda en sæmilegt hafði
talist í eldri skáldskap. Mörg helstu ljóð rómantíkurinnar fjalli
þannig um sjálfsskilning skáldsins, sjálfsgreiningu þess, þrána eft-
ir að ná valdi á innri þversögnum, ná valdi á efanum, margræðn-
inni, merkingunni.18
Mikið lá við. Heimurinn var að breytast hraðar en nokkru
sinni áður; um miðja átjándu öldina hefði enginn getað séð fyrir
þá stöðu sem upp var komin um aldamótin átján hundruð, þ.e.
byltinguna í Frakklandi, í Norður-Ameríku, þá nýju Evrópu sem
var að verða til og nýju tækni sem var að ryðja sér til rúms. I allri
18 Marlon B. Ross: „Quest and Conquest. Troping Masculine Power in the
Crises of Poetic Identity", í Romanticism and Feminism, ritstj. Anne K. Mell-
or, Indiana University Press, 1988, bls. 26.