Skírnir - 01.04.1992, Page 131
SKÍRNIR
SKÁLDIÐ OG KONAN
125
þessari ólgu og endurmati fannst skáldunum hlutverk sitt mikil-
vægt, ekki síst vegna þess að ný framleiðslutækni á bókum var
komin til skjalanna, nýjar markaðsafstæður fyrir bókmenntir og
þær náðu til fleiri en áður.
Rómantísku skáldin trúðu á mátt orðsins, á vald hugmynd-
anna og þau börðust fyrir hugsjónum sínum í skáldskapnum. I
húfi var ekkert minna en framtíð mannkynsins, sjálf mennskan.
Skáldin áttu samleið með vísindamönnum og kapítalistum í því
að skáldin vildu eins og þeir ná valdi á náttúrunni, stjórna ný-
sköpuninni, breyta heiminum og skáldin litu á það sem sjálfsagð-
an hlut að án skáldlegrar köllunar og háleitra markmiða væru
framfarirnar einskis virði. Hið rómantíska skáld leit á sig sem
skáldlegan, heimspekilegan, pólitískan og vísindalegan leiðtoga.
Ef við lítum á þessa ofurtrú rómantísku skáldanna á það sem orð-
ið, málið, getur komið í kring, er í raun engin meginandstaða á
milli upplýsingartímans og rómantíska tímabilsins. Rómantíska
tímabilið má vel skoða sem hámark upplýsingarinnar, segir Mar-
lon B. Ross.19
Ef hið rómantíska skáld átti að standa undir nafni varð hann
að vera sterkur, heilsteyptur, gæddur þróttmikilli hugsun, frum-
leika og síðast en ekki síst - karlmennsku. Viðkvæmnin og næmið
voru ekki í andstöðu við þá karlmennsku heldur hluti hins sér-
staka innsæis skáldsins. Hið rómantíska „sjálf" sem gat mótað
heiminn í sinni mynd og ríkt yfir honum, er mikilvægasta goð-
sögn þessa tímabils og skáld eins og Blake, Wordsworth, Cole-
ridge, Southey, Keats og Shelley áttu þátt í að undirbúa hinn hug-
myndalega jarðveg fyrir það sem síðar varð bresk heimsvalda-
stefna.20
Eins og sjá má er þessi hugmyndasögulega greining á róman-
tíska tímabilinu fyrst og fremst miðuð við England og ensk skáld
og hér er um einfaldanir að ræða eins og alltaf þegar fræðimenn
reyna að koma einhverjum böndum á rómantíska tímabilið.
Rómantísk skáld í Frakklandi, Þýskalandi og á Norðurlöndum,
19 Sama rit, bls. 31.
20 Sama rit, bls. 31.