Skírnir - 01.04.1992, Síða 132
126
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
og meira að segja á Bretlandi líka, ortu nefnilega ekki aðeins hug-
sjónaljóð. Tímabilið var líka upptekið af dulhyggju, rökleysu og
öngþveiti, hinu sjúka og rotnandi, hinu forboðna og hættulega,
hyldýpum hins afbrigðilega og geðsjúka. Allt þetta grefur undan
goðsögninni um hið almáttuga sjálf og skapar innri efa og ótta
sem er í andstöðu við sjálfumgleði upplýsingarstefnunnar. Það er
ekki hægt að skoða rómantíska tímabilið sem hámark upplýsing-
arstefnunnar eins og Ross segir, vegna þess að rómantíkin felur í
sér þversögn sem brýtur niður rökhyggju og skynsemisdýrkun
upplýsingarinnar.
Þessi þversögn er eitt meginviðfangsefni bandaríska bók-
menntafræðingsins Harolds Bloom í bók hans Ottinn við áhrif21
Samkvæmt Harold Bloom þjást öll mikil skáld af óttanum við á-
hrif annarra mikilla skálda. Ótti þeirra beinist ekki endilega að
einstökum skáldum eða verkum heldur óttanum við hefðina,
málið, þá kveljandi vissu að allt hafi verið sagt áður. Skáldið ótt-
ast að það geti aldrei verið fyrst, heldur sé alltaf „sá sem kom of
seint". Óttinn við áhrif er með öðrum orðum óttinn við að vera
ekki frumlegur. En skáldið getur ekki þurrkað út þá texta sem
fyrir eru, það verður að berjast við forfeður sína í eigin texta og
öll mikil ljóð eru þannig vörn eða svar við ljóðum hinna miklu
forfeðra. Bókmenntasagan verður á þennan hátt hliðstæð kenn-
ingum Freuds um Ödipusarstigið. Sonurinn/skáldið berst gegn
föðurnum/forveranum um völd og rétt til að eiga móður-
ina/skáldgyðjuna. Skáldið vill yfirvinna föðurinn og taka við
hlutverki hans. Að öðru leyti telur Bloom ekki að sálgreiningin
geti varpað ljósi á kenningar sínar, þvert á móti telur hann að
21 Harold Bloom: The Anxiety of Influence. A Theory of Poetry. Oxford Uni-
versity Press 1973. Kynning á kenningum Harolds Bloom er í grein minni:
„Kvennamál og kvennamenning", Tímarit Máls og menningar, 1. hefti 1986,
bls. 76-78. Sjá einnig Rory McTurk: „Ahrifafælni í íslenskum bókmenntum“,
Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1991. Einnig má vísa í afbragðsgóða
kynningu á kenningum Blooms í Andreas Lombnes: „Metobe i tang. Et
forsok pá antitetisk kritikk“ í Mellom tekst og tekst. Intertekstuelle lesninger,
ritstj. Odd Martin Mæland, LNU/Cappelen, Oslo 1988, bls. 97-110.