Skírnir - 01.04.1992, Page 134
128
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
yngra skáldið mælir styrkleika sinn við, keppir við um skáldgyðj-
una Huldu - og sigrar. Þetta verður ljóst í sjötta hluta ljóðsins, en
Jónas hefur sett yfirskriftina „Niðurlag" fyrir ofan þennan kafla í
eigin handriti.
I sjötta hlutanum eru skáldið og Hulda aftur orðin ein og það
dagar. I undurfallegri mynd tjáir skáldið þakklæti sitt:
svo var mér, Hulda! návist þín á nóttu
sem nú er ljósið jörð á votri óttu.
Þegar þriðja persónan, Eggert, er á braut slaknar á spennu
ljóðsins og skáldinu er óhætt að nota kvenlega (barnslega?) mynd
um sjálfan sig; hann er hin frjósama móðir jörð, en Hulda er í
hinu virka, lífgefandi hlutverki sólarinnar. Og framundan eru
endalokin:
dunandi fossinn kallar þig til sín;
hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða,
bústaður þinn er svölum drifinn úða.
Slörið hvíta getur verið brúðarslör eða líkklæði eða hvort
tveggja og dauðastemningin heldur áfram í lokaerindinu þar sem
„hugarmyndin“, Hulda, er kvödd.
Vertu nú sæl! því sólin hálsa gyllir
og sjónir mínar hugarmyndin flýr;
ó, Hulda kær! er fjöll og dali fyllir
fjölbreyttu smíði, hvar sem lífið býr
og dauðinn, sem að svo þig löngum kallar
sá er þig aldrei leit um stundir allar.
Blekkingin er afhjúpuð, Hulda var aðeins mynd, var aldrei til í
veruleikanum, hvíldi aldrei í faðmi þess sem orti. En það var samt
„hún“ sem fyllti ljóðið bæði af lífi og dauða og þegar „hún“
hverfur deyr ljóðið. Því er lokið.
Við getum lesið þessi þrjú lokaerindi sjötta hlutans sem eins
konar lokauppgjör; I öllum hinum rómantíska og persónulega
hluta Hulduljóða birtist barátta ljóðverunnar við að byggja sig