Skírnir - 01.04.1992, Síða 136
Hulduljóð
[1]
U
Skáld er eg ei, en huldukonan kallar
og kveða biður hyggjuþungan beim,
mun eg því sitja meðan degi hallar
og mæddur smali fénu kemur heim,
þar sem að háan hamar fossinn skekur
og hulduþjóð til næturiðju vekur.
2.
Þrumi’ eg á bergi, þýtur yfir hjalla
þokan að hylja mig og kaldan foss,
nú skal úr hlíðum hárra Tinnufjalla,
svo huldumeyjar þægan vinni koss,
óbrotinn söngur yfir dalinn líða
eins og úr holti spóaröddin þýða.
3.
Þú sem að byggir hamrabýlin háu,
hjartanu mínu alla daga kær,
sólfagra mey! djúpt undir bergi bláu,
bústu að sitja vini þínum nær;
döggsvalur úði laugar lokkinn bleika,
ljós er af himni, næturmyndir reika.
[11]
4.
Hvurs er að dyljast? harma sinna þungu,
hlægja þeir öld, er ræður þeim ei bót;
hvurs er að minnast? hins er hvurri tungu
- huganum í svo festa megi rót -
ætlanda væri eftir þeim að ræða
sem orka mætti veikan lýð að fræða.
5.
Að frœða! hvur mun hirða hér um fræði?
heimskinginn gjörir sig að vanaþræl,
gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði,
leirburðarstagl og holtaþokuvæl
fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður,
bragðdaufa rímu þylur vesæll maður.
6.
Háðungarorð sem eyrun Huldu særa
ei skulu spilla ljóði voru meir;
sendið þér annan sanninn heim að færa
söngvurum yðar, Njörður! Þór! og Freyr!
og hvur sá ás sem ata þeir í kvæði
eirðinni gleymi og hefni sín í bræði.
7.
Sólfagra mey! eg sé - nú leit minn andi
þann seglið vatt í byrnum undan Skor
og aldrei síðan aftur bar að landi -
Eggert! ó hyggstu þá að leita vor?
Marblæju votri varpar sér af herðum
vandlætishetjan sterkum búinn gerðum.
8.
Hvað er í heimi, Hulda!? líf og andi,
hugsanir drottins sálum fjær og nær,
þar sem að bárur brjóta hval á sandi,
í brekku þar sem fjallaljósið grær;
þar sem að háleit hugmynd leið sér brýtur,
hann vissi það er andi vor nú lítur.
[III]
9.
Ó, Eggert! þú varst ættarblóminn mesti,
og ættarjarðar þinnar heill og ljós;
blessaða stund! er fót hann aftur festi
á frjóvri grund við breiðan sævarós.
Sólfagra mey! hann svipast um með tárum,
saltdrifin hetja, stiginn upp af bárum.
10.
Hví er hinn sterki úr hafi bláu genginn
á hauður sem í næturfaðmi þreyr,
veit ég að þegar værðin góða’ er fengin,
vinirnir gleyma’ að birtast framar meir;
ó, hve hann hefir eftir þráð að líta
ástarland sitt með tignarfaldinn hvíta.