Skírnir - 01.04.1992, Page 140
134
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
um 400 heimildir - og má segja að komið hafi í minn hlut að
ljúka verkinu. Þó skrifaði Sigurður stutta grein í tímaritið Storð
byggða að hluta til á þessu efni.2 Sú samantekt, sem hér fylgir, er
dálítið tilhlaup eða útdráttur í þessa veru, en væntanlega kemur
heildar-samantekt um efnið út á vegum Raunvísindastofnunar
Háskólans áður en langt um líður.3
I lok 18. aldar voru dagblöð eða vikublöð gefin út í flestum
helztu borgum Evrópu og N-Ameríku, margs konar vísindafélög
voru starfandi og héldu úti tímaritum og árbókum, einstaklingar
og stofnanir stunduðu veðurathuganir og héldu veðurbækur, og
almennur náttúrufræðilegur áhugi virðist hafa verið slíkur, að
talsvert var gefið út af bókum um náttúrufræðileg efni - t.d.
komu út bækur um eldreykjarmóðuna 1783 þegar árið eftir.
Blaðafréttir um meiri háttar atburði voru á þessum tíma einkum
tvenns konar: fréttabréf víðs vegar að, og aðsendar greinar með
hugleiðingum um efnið. Á síðarnefnda sviðinu voru frönsku
blöðin, og þá einkum Journal de Paris, sem þá var eina dagblað
Frakka, langsamlega umsvifamest og lærdómsfyllzt. Fréttabréf
frá Islandi birtust sem vonlegt er að jafnaði fyrst í dönskum blöð-
um, og þaðan barst svo það sem fréttnæmast þótti til annarra
landa.
Skjdlftarnir í Kalabríu
Jarðskjálftarnir 1783 voru meðal hinna feiknlegustu sem dunið
hafa yfir Kalabríu og austurströnd Sikileyjar á sögulegum tíma.
Um 40.000 manns fórust er borgir hrundu, skriður féllu, sprung-
ur mynduðust og ár breyttu um farveg. Flóðbylgja sem orsakað-
ist af berghlaupi, skolaði burt 2473 af íbúum borgarinnar Scilla,
sem flúið höfðu til strandar með prinsinn í fararbroddi.4 I
2 Sigurður Þórarinsson: „Tvö hundruð ár frá Skaftáreldum. Mesta hraunflóð
síðan sögur hófust.“ Stord 1(1), s. 8-22.
3 Þýðingar sem hér birtast eru ýmist Sigurðar Þórarinssonar eða mínar og eru
ekki auðkenndar sérstaklega.
4 Sir William Hamilton: An Account of the Earthquakes which happened in
Italy from February to May 1783. Phil. Trans. Royal Soc. London, LXXIII
(1783), Part I, s. 169-208.