Skírnir - 01.04.1992, Page 141
SKÍRNIR
ANNUS MIRABILIS
135
franskri bók um eldgos og jarðskjálfta, sem kom út tæpum 100
árum síðar og kannski ýkir eitthvað, segir að af 375 borgum og
þorpum sem skjálftarnir náðu til, hafi 320 fallið í rústir að mestu
eða öllu leyti; ennfremur að borgin Terranova hafi hrunið í
nokkrum hlutum niður í þröngan dal og lent þar á hvolfi.5
I umræðum um orsakir skjálftanna sýndist sitt hverjum: Sir
William Hamilton, sem skrifaði heillegasta lýsingu á jarðskjálft-
unum og áhrifum þeirra, taldi að þeim yllu eldsumbrot á miklu
dýpi,6 7 en hitt var algengara að menn tengdu skjálftana og móðuna
á einhvern hátt, enda var það samkvæmt kenningum Aristótelesar
sem taldi jarðskjálfta stafa af því að jörðin sé að hleypa út vindi.
Nýey
Þótt Nýey gysi við Island allt vorið 1783 og Skaftáreldar brytust
út 8. júní, bárust engar fréttir af náttúruhamförum þessum til
meginlandsins fyrr en um mitt sumar, þegar skip Islandsverzl-
unarinnar komu til Kaupmannahafnar. Fram eftir sumri 1783
fluttu dönsku blöðin einungis bjartsýnar smáfréttir viðkomandi
íslandi. Kwbenhavnske Tidende segja t.d. frá því 23. júní að
bóndinn Gunnlaugur Sigurðsson í Múlakoti hafi fengið 5 ríkis-
dala verðlaun fyrir að hafa ræktað 3 tunnur af kartöflum 1782/
og 30. júní skýrir sama blað frá því að Det Kgl. Danske Land-
husholdnings Selskab hafi veitt Halldóri Finsen, prófasti í Hítar-
dal, silfurmedalíu af annarri gráðu fyrir að hafa komið upp vatns-
knúðri kornmyllu og ræst 200 faðma í mýri, til mikilla nytja fyrir
staðinn.
Fyrsta fréttin um Nýey birtist 1. júlí í Adresse-Contoirs Efter-
retninger. Fréttin byrjar svona:
5 M.M. Zurcher and M. Margollé: Volcanoes and Earthquakes. Transl. from the
French by Mrs. Nerman Lockyear. Richard Bentley, London 1868, 252 s.
6 Sir William Hamilton var sendiherra Bretlands I Napólí 1764-1802, skrifaði
um eldfjallafræði og átti þátt í því að farið var að grafa upp Pompei.
7 De til Forsendelse með Posten allene privilegerede Kiobenhavnske Tidende, 47.
tbl., 23. júní 1783.