Skírnir - 01.04.1992, Page 142
136
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
Af eyju sem nú í ár hefur vegna neðanjarðarelds skotizt upp úr haf-
inu út af ströndum Reykjaness eða Gullbringusýslu á Islandi, eru þegar
komnar eftirfarandi fréttir:
I skrifi dagsettu 22. maí um borð í húkkertunni Torsken, segir
Pedersen skipstjóri: Þegar ég nálgaðist landið fann ég úti í sjónum land,
álíka stórt og eitt af stærstu Fuglaskerjunum, sem brann á þremur stöð-
um. Það hefur ekki verið þarna fyrr. Tvær mílur SV af landinu reyndi ég
að lóða og reyndist dýpið vera 47 faðmar á brunninn steinbotn, sem leit
út eins og kol, en um sjóinn rak kynstur af vikri, sem þetta land kastaði
frá sér. Ég sigldi kringum landið í 3/4 mílu fjarlægð til að skoða það. Það
liggur á að gizka 7 til 8 mílur réttvísandi SV frá yztu Fuglaskerjunum.
Bréf assistants Svendborg frá 24. maí skýrir enn nánar frá þessu: Við
uppgötvuðum lítið land eða eyju úti í sjónum, u.þ.b. 7 til 8 mílur utan
við yzta Fuglaskerið, og sigldum í kringum það í sérlega góðu skyggni í
hálfrar mílu fjarlægð. Það brann mjög ákaft, þannig að við sáum þegar í 6
mílna fjarlægð hinn mikla reyk sem steig hratt alveg upp í skýin. Áður
en við nálguðumst staðinn urðum við varir við brunninn vikur fljótandi
á sjónum, og veiddum upp nokkuð af honum í körfu (sýnishorn fylgir
með). Landið eða eyjan er um hálf önnur míla á stærð og fjöllótt. Skip-
stjórinn, sem ekki bjóst við að kenna botns á þessum stað, var fenginn til
að lóða, og fann gegn öllum væntingum botn á 44 föðmum VSV af
Reykjanesi, þakinn brunnum malarkenndum steinkolum. Daginn eftir
sáum við Fuglaskerin á sínum venjulega stað, og af sinni venjulegu stærð.
Á íslandi hafa menn hvorki orðið varir við jarðskjálfta né eldgos nokk-
urs staðar. Ibúarnir sögðust aðeins hafa séð eitthvað brenna í sjónum
suður af Grindavík um páskaleytið, sem þeir þó ekki vissu hvað gæti
verið fyrr en við sögðum þeim það. Þetta land sem þannig myndaðist
hefúr þegar að allrahæstu boði Hans Hátignar, sem hefur kosið að gefa
því nafnið Nye 0e, verið tekið undir krúnuna.8
Fregnin um myndun eyjar í eldsumbrotum vakti mikla athygli
í Evrópu, raunar meiri en fregnir af Skaftáreldum síðar, því, svo
vitnað sé í orð Jörgens Mindelberg skipstjóra sem fyrstur varð
vitni að þessu neðansjávargosi, þá þótti það eitt sérlegt Guðs
undur að náttúrlegur sjór gæti brunnið.9 Fréttin fór víða með
8 Kiobenhavns allene Kongelig priviligerede Adresse-Contoirs med Posten
forsendendende Efterretninger, 125. tbl., 1. júlí 1783. Sama frétt birtist 4. júlí í
Kiöbenhavnske Tidende, 53. tbl. 1783.
9 Skýrsla Jörgens Mindelberg skipstjóra um neðansjávargosið 1783, geymd á
Þjóðskjalasafninu, sjá Sigurð Þórarinsson: „Neðansjávargos við Island."
Náttúrufrœðingurinn 35, s. 49-74.