Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 143
SKÍRNIR
ANNUS MIRABILIS
137
ýmsum breytingum, en hér er tekið niður í brezka blaðinu
London Chronicle 5. ágúst: Þar er sagt að eyjan sjáist frá landi í
góðu skyggni ef vindur stendur af norðri; annars sé hún hulin
reyk. Á henni séu ekki færri en þrjú eldfjöll, og rísi miklir
reykjarstrókar frá hinu mesta þeirra, en eldur hafi ekki sézt.
Fyrstur til að uppgötva eyna hafi verið norskur kaupmaður á ferð
frá Islandi til Þrándheims, en skipverjar hafi skelfzt svo að þeir
hafi flúið burt sem hraðast. Skömmu síðar hafi Dani nokkur
komið auga á eyna og haldið að hún væri Island sjálft. Hann fór
samt ekki nær eynni en eina mílu, heldur sigldi áfram beint til
Skálholts, höfuðstaðar Islands, þar sem hann gerði danska land-
stjóranum kunnugt um uppgötvun sína. I fyrstu héldu menn að
hann hefði séð ógnarstóran ísjaka; en þar eð hann stóð fast við
sögu sína, fóru nokkrir liðsforingjar úr virkinu að leita að eynni,
ásamt allmörgum af slyngustu sjómönnum Islands, og eftir um
það bil þriggja klukkustunda siglingu frá Skálholti voru þeir
komnir svo nálægt henni að bátur var settur á flot og eyjan tekin í
nafni hinnar dönsku Hátignar. Þá segir, að þetta einstæða sköp-
unarverk, sem talið sé að hafi myndazt í vor á þessu ári, muni
eflaust örva þá lærdómsmenn sem forvitnir eru um náttúruna til
að fara og skoða þetta furðuverk. Margir ímyndi sér að eyja þessi
hafi myndazt á þeim tíma er Sikiley varð sem verst úti af völdum
eldgossins í Etnu, en þeir sem taki til greina námunda eyjarinnar
við Heklu, annað tveggja eldfjalla heimsins sem er miklu meira en
Vesúvíus, muni heldur tengja myndun hennar við einhverja iðra-
ólgu í því fjalli.
Sæmundur Hólm segir frá Nýey í bók sinni Om Jordbranden
paa Island i Aaret 1783, sem kom út í Höfn snemma árs 1784 og
var fyrsta bókin sem út kom um Skaftárelda.9 Sæmundur byggir
bókina mestmegnis á blaðafréttum og sendibréfum að heiman, en
gögn um Nýey hefur hann úr tveimur fréttum í Berlings Aviser,
auk þess sem hann bætir við ýmsum öðrum fróðleik sem átti eftir
að fara víðar:
9 S. M. Hólm: Om Jordbranden paa Island iAaret 1783, Kbh. 1784, s. 53.