Skírnir - 01.04.1992, Page 144
138
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
[. . .] eyjan telst vera um hálf míla að ummáli, en allt að því jafnhá og hið
mikla fjall Esjan í Kjósarsýslu, sem er mjög há; téð fjall er af sömu stærð
og Skaftárfjallið. Þá myndaðist önnur eyja ennþá lengra í NV og nokkru
nær Islandi en hin forna Eystribyggð á Grænlandi, sem fór í eyði u.þ.b.
1415 þegar siglingar hættu frá Noregi og Islandi; sú hefur brunnið lengi
nótt og dag, og eins og hin er hún afar há en ennþá meiri að ummáli, svo
sem frá er sagt í 96. tbl. Berlings.
Bók Sæmundar Hólm kom út sama árið (1784) í þýzkri þýð-
ingu,10 auk þess sem greinargóður útdráttur úr henni birtist í
Bretlandi árið 1799 undir nafninu „Frásögn eftir síra S.M. Hólm
af eldgosunum miklu á Islandi og Grænlandi 1783 og athugunum
á áhrifum þeirra í Færeyjum, Kaupmannahöfn, Hollandi og
Þýzkalandi".* 11
Nýey hvarf fljótlega aftur í sæ, og telja menn að Eldeyjarboði
sé leifar hennar.
Eldreykjarmóðan
Skaftáreldar brutust út 8. júní 1783 og eldreykjarmóðan lagðist
yfir vesturhluta Evrópu 18. - 20. júní; í Moskvu er hennar fyrst
getið 25. júní; til Altaifjalla nærri landamærum Kína kom hún 1.
júlí og til austurstrandar Bandaríkjanna líklega um miðjan
ágúst.12 Fréttir af Skaftáreldum bárust hins vegar ekki til megin-
lands Evrópu fyrr en 5. september, er skip Islandsverzlunarinnar
komu til Kaupmannahafnar.
Fróðlegar samtímalýsingar á veðurfari þessara ára er að finna í
sendibréfum brezka sveitaprestsins Gilberts White, sem prentuð
eru í bók hans um náttúrufar og fornminjar í sókninni.13 Lýsing
hans á árinu 1783 er eftirfarandi:
10 S.M. Holm: Vom Erdbrande auf Island im Jahr 1783, aus dem Dánischen
iibersetzt durch C. C. Pflueg, mit zwey Landkarten erláutert. Kbh. 1784, 94 s.
11 Tilloch’s Phil. Mag. (London), Vol. 3 (1799), s. 113-120.
12 Þorvaldur Thoroddsen: Eldreykjarmóðan 1783. Afmœlisrit til Dr. Phil. Kr.
Kdlunds. Hið ísl. bókmenntafél., Kbh. 1914, s. 88-107.
13 Gilbert White: The Natural History and Antiquities of Selborne, in the County
of Southampton. London 1789, 478 s.