Skírnir - 01.04.1992, Page 146
140
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
Fræðimenn létu mjög til sín taka í frönskum blöðum. í
Journal de Paris er móðunnar fyrst getið miðvikudaginn 2. júlí í
bréfi til blaðsins frá De la Lande stjörnufræðingi og meðlimi í
frönsku vísindaakademíunni. Bréfið byrjar svo:
Eins og þér vitið, herrar mínir, hafa menn nú í nokkra daga spurt sig án
afláts hvers vegna haldist sú þurra niðaþoka, sem nær stöðugt fyllir
loftið, menn spyrja sérstaklega stjörnufræðinga og ég held að vér séum
skyldugir til að svara einhverjum spurningum af þessu tagi, sér í lagi þar
sem farið er að bera á ótta. Sá orðrómur breiðist út, að óróinn í Kalabríu
hafi byrjað á sama hátt, og að um hættulega halastjörnu sé að ræða. Ég
fékk nógsamlega að reyna það 1773, að þess háttar orðrómur (sem byrjar
að sjálfsögðu með þeim fáfróðustu í landinu og það jafnvel á upplýstum
tímum) nær að lokum til betra fólksins, kemst jafnvel stundum í blöðin;
og þegar sólin sýnist rauð sem blóð og birta hennar er annarleg samfara
kæfandi hita - þarf þá ekki að útskýra þetta fyrir fólki?15
Sjálfur telur la Lande þessa þoku hafa sínar eðlilegu orsakir,
nefnilega mikla hita eftir mjög langvarandi rigningatíð.
Móðunni fylgdu ógurlegir hitar og þrumuveður, en mjög var
misjafnt eftir löndum og jafnvel landshlutum hvaða áhrif hún
hafði á jarðargróða og uppskeru. I Ungverjalandi varð vínupp-
skeran t.d. slík að tunnuskortur varð, en í Skandinavíu var sumar-
ið hið versta í minni elztu manna.
I brezkum blöðum er í ágúst yfirleitt talað um góðar upp-
skeruhorfur, einnig á Orkneyjum þar sem þó hafði fallið aska í
júní, enda var 1783 lengi þekkt í Skotlandi sem „the year of the
ashee“. Hinn 9. ágúst birtist í The Norwich Mercury útdráttur úr
bréfi dagsettu í Embden 12. júlí:
Þykka, þurra þokan sem svo lengi hefur legið yfir, virðist hafa
breiðzt yfir alla Evrópu; allmargir sæfarar hafa einnig séð hana á
sjó; á daginn hylur hún sólina, og undir kvöld er af henni fnykur;
sums staðar sölnar lauf undan henni, og næstum því öll trén með-
fram ánni Ems felldu allt lauf á einni nóttu.
Þrumuveðrin, sem hvarvetna hafa margfaldazt, eru almennt álitin stafa af
ástandi andrúmsloftsins; þau hafa víða valdið stórslysum. Eldingarnar
15 De la Lande:J. de Paris, 183. tbl., 2. júlí 1783.