Skírnir - 01.04.1992, Page 147
SKÍRNIR
ANNUS MIRABILIS
141
hafa einkum ráðizt á kirkjuturna, og þrátt fyrir hina augljósu hættu hafa
menn hvergi látið af þeim gamla sið að hringja kirkjuklukkunum í
þrumuveðri. Þýzkur náttúrufræðingur hefur reiknað út að á 33 árum
hafi eldingar lostið 386 kirkjuturna og banað 103 óskynsömum hringjur-
um.16
I The Edinburgh Evening Courant er bréf frá Napólí, dags.
15. júlí þar sem segir:
Þokurnar halda áfram og valda því að skyggni fer svo skelfilega minnk-
andi, að ræðarar okkar voga sér ekki á sjó án áttavita. Sumir náttúru-
fræðingar vorir telja, að þessi þykka móða myndist af því rafmagni, sem
er í loftinu, og styður það skoðun þeirra, að fréttir hafa borizt frá Amalfi
um að þar hafi þrumuveður verið svo þrálát og háskaleg, að í nánd við
Cervinofjall hafi eldingar banað fjörutíu uppskerumönnum.
Bréf dags. 15. ágúst í Havre segir að frá upphafi mánaðarins
hafi sjö skip farizt í mynni Signu í þrumuveðrum sem hafi verið
ákafari en orð fái lýst, eitt skipanna var 130 tonn að stærð.17
Frakkar sýndu mikinn áhuga á andrúmsloftinu og sendu upp
loftbelgi og flugdreka, m.a. sendi Montgolfier upp belg 100 fet í
þvermál sem lenti á Italíu. Morning Herald skýrir frá því 11.
september að franska vísindaakademían ætli að senda upp belg
með stærðfræðilegum og stjarnfræðilegum tækjum til að mæla
hita næstu halastjörnu.
Fyens Stifts Journal birtir 22. september dálitla grein um móð-
una og hugmyndir lærðra manna um orsakir hennar:
Hin sérkennilega, svokallaða þurra þoka, sem breiðzt hefur út um meiri
hluta Evrópu síðan um miðjan júní, hefur nú lagzt í þriðja sinn yfir flesta
hluta Þýzkalands, Frakklands og Englands, en þó einkum Italíu í þetta
skipti, og hegðar sér eins og fyrr, og ætti þannig að vekja enn frekari at-
hygli náttúrufróðra. Á stórum fundi, sem hið svonefnda Areadíska félag
hélt í Róm þann 17. ágúst, flutti Pater Iaquier mjög lærða tölu um þessa
Caliginosa Nuomola, þar sem hann sýndi fram á það með eðlisfræði-
legum og stærðfræðilegum rökum að þessi tíðindi í andrúmsloftinu væru
16 Norwich Mercury, 8. ágúst 1783.
17 Útdráttur úr bréfi dags. í Havre 15. ágúst. The Morning Chronicle, 30. ágúst
1783.