Skírnir - 01.04.1992, Síða 150
144
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
eða valdið flóðum, svo sem venja er til annars staðar, heldur hefur heilt
fljót horfið og þornað gersamlega upp.20
Þessi frétt í Fyens Stifts Journal (eins og blaðið var kallað)
virðist hafa verið lögð með tillögu fulltrúa Rentukammersins
dags. 17. sept. 1783, þess efnis að senda skyldi skip til Islands til
að láta kanna aðstæður í eldsveitunum og vera flóttafólki til
aðstoðar; ennfremur að þeir H. C. P. W. Levetzow kammerherra
og Magnús Stephensen stúdent yrðu sendir í rannsóknaleiðangur
til Islands vegna eldsumbrotanna. Efnisatriði tillögunnar voru
samþykkt með konungsúrskurði 25. sept. 1783.21
Veturinn 1783-84
Þessu óvenjulega sumri fylgdi einn harðasti vetur í manna minn-
um, bæði í Evrópu og N-Ameríku, og seinni part vetrar og fram
á vor birtast af og til fréttir af vetrarríkinu í hinum ýmsu blöðum.
Allar ár frusu, jafnt Dóná sem Mississippi, og þegar loks hlýnaði í
marz og apríl gerði gríðarleg flóð.
Á Norður-Italíu gerði slíkt frost um áramótin að allar sítrón-
ur, sem enn voru á trjánum, eyðilögðust. „Kornrækt var ágæt á
Ítalíu síðasta sumar, svo að leyfður var útflutningur frá Napólí,
Vatíkaninu og Languedoc.“22 Um miðjan febrúar segir.frá alvar-
legum eldsneytisskorti í Vínarborg; menn hafi sótt brenni í nær-
liggjandi skóga, en skortur á nauðsynjum blasi við ef Dóná verði
ekki skipgeng innan tíðar.23 Hinn 19. febrúar voru komin flóð í
Dóná,24 en kuldarnir héldust enn í París. Þaðan segir í fréttabréfi
dagsettu 20. febrúar:
20 Fyens Stifts almindelige Aviser, Extraordinaire Avertissements, 72. tbl., 10 sept.
1783.
21 Lovsamlingfor Island, IV, Kh. 1854, s. 756-58.
22 Frétt frá Genúa, dags. 8. jan. 1784. Jydske Efterretninger, 11. tbl., 12. marz
1784.
23 Frétt frá Vínarborg, dags. 14. feb. 1784. Kwb. Tid., 19. tbl., 5. marz 1784.
24 Frétt frá Vínarborg, dags. 19. feb. 1784. Jydske Efterretninger, 16. tbl., 16. apríl
1784.