Skírnir - 01.04.1992, Side 151
SKÍRNIR
ANNUS MIRABILIS
145
Kuldunum ætlar ekki að linna, og hitamælirinn situr stöðugt 3 gráður
undir frostmarki. Brenni fæst ekki lengur fyrir nokkurn pening, og
jafnvel þeir ríku verða að notast við steinkol, sem allmikið er til af í
borginni. Greifinn af Artois og prinsinn af Conde fá ekki sitt venjulega
magn af brenni, sem þeir voru vanir að fá úr eldsneytisgeymslum
konungs. Hins vegar gefur konungur daglega 4 föng af eldivið, sem
brennt er utan við búrbónsku höllina fyrir fátæka að orna sér við.25
í öðru bréfi frá París segir:
Við lifum hér innilokaðir í snjó og ís. Vindurinn snýst meira en 20
sinnum á dag frá norðri til vesturs og loks til suðurs, síðan snýst hann
aftur, þegar tunglið kemur upp, til norðurs og blæs á oss óþolandi kulda.
Vari þetta lengi, frjósum við öll í hel. Lítið er orðið um brenni í stærstu
eldsneytisgeymslum, og milli Nýjubrúar (Pont-Neuf) og Konungsbrúar
(Pont-Royal) er ekki einu sinni spýtu að finna sem mætti gera sér
tannstöngul úr .. ,“26
Þess má geta í þessu viðfangi, að sumir telja þessi harðindi
hafa átt þátt í því að blása að þeim glæðum óánægju sem um síðir
blossaði upp í frönsku stjórnarbyltingunni 6 árum síðar.27
Nýjar fréttir frá Islandi
Hinn 19. júlí 1784 birtast loksins aftur fréttir frá Islandi, í út-
drætti bréfs sem dagsett er í Reykjavík 27. apríl.28
Jarðeldurinn sem upp kom í Skaftafellssýslu í sumar brennur ennþá, en
þó með þeim mun að í sumar sást loginn brenna upp úr jörðinni og
velta fram eins og sjór, en nú stígur einungis upp þykkur reykur. Þeir
sem neyddust til að flýja heimili sín vegna nándar eldsins hafa setzt upp
hingað og þangað yfir veturinn en sumir reika um betlandi. En hvað eru
hinar sorglegu afleiðingar eldsins í eldhéruðunum sjálfum samanborið
25 Fréttir frá París, dags. 20. feb. 1784. Jydske Efterretninger, 14. tbl., 2. apríl
1784.
26 Sama rit.
27 J. Kington: Daily Weatber of the 1780s Over Europe. Cambridge University
Press, Cambridge 1988. 166 s.
28 Útdráttur úr bréfi dags. Reickewig den 27. April 1784. Kiob. Adr.-Contoirs
Efterretninger, 133. tbl., 19. júlí 1784.