Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 152
146
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
við þær hörmungar sem nú ganga yfir hinar 17 sýslur landsins af völdum
hans? Vegna heybrests (sem eingöngu er eldinum að kenna) neyddust
íbúarnir til að slátra hluta af kúm sínum þegar í haust. Ofan á það bættist
ákaflega harður vetur, svo segja má að jörðin hafi ekki verið ís- eða snjó-
laus síðan um miðjan október [. . .]. Af hinu ný-uppkomna landi hefur
ekkert heyrzt síðan í vor og er talið að það hafi sokkið aftur. Fiskafli er
lélegur hér um slóðir þannig að hlutskipti sæbóndans er illt; en þó er það
ekki sambærilegt við hlutskipti sveitabóndans sem nú hefur ekki einu
sinni hesta til að færa björgina heim frá verzlunarstöðunum.
Ofangreind ummæli um Nýey eru hin síðustu í dönsku
blöðunum, enda var hún öll.
Enn er bréf frá íslandi í Óðinsvéafréttum hinn 13. ágúst, dags.
4. júlí í Innrahólfni:29
Enda þótt eyðing Skaftafellssýslu og neyð hafi skorið sig úr á Islandi, er
ástand föðurlandsins alls svo hörmulegt að ekkert fær við jafnazt.
Margra ára harðæri hefur fellt meiri hluta bústofnsins, og vegna lélegrar
grassprettu í fyrrasumar varð að slátra helmingnum af því litla sem eftir
lifði. [. ..] Þrítugasti hver hestur lifir enn, fimmta hver kýr og sjötta hver
kind. Maður sem átti 16 hesta á nú engan; annar sem átti 30 á nú 2.
Presturinn á Gilsbakka átti 70, nú 1. Jón Eggertsson sýslumaður átti 130,
nú 2. Bændur flosnuðu upp af jörðum sínum hópum saman og
þriðjungur bæja fer væntanlega í eyði. Skyrbjúgur er almennur, aðrir
kvarta um verki í fótleggjum og liðamótum; og hungursneyð og
mannfall næsta vetur er óumflýjanlegt. Niður á jarðklaka eru 10
þumlungar, en þar fyrir neðan er ísinn er ennþá 5 kvartil30 að þykkt.
I nóvemberlok birtist bréf úr Hólastifti dags. 30. september
1784.31
Hörmungar síðasta sumars og dökkar framtíðarhorfur rættust alltof vel
um veturinn, sem var mjög harður allt fram í miðjan maí; ekki einasta
féll mestur hluti þeirra skepna sem lifað höfðu fram á haust, bæði úr hor
og af öðrum sökum, sem af hinu brennisteins-fordjarfaða grasi og heyi
leiddu, heldur dóu einnig nokkur hundruð manna úr hungri, einkum um
29 Bréf frá íslandi, dags. 4. júní í Innrahólmi. Odense Adresse-Contoirs Efterretn-
inger, 66. tbl., 13. ágúst 1784.
30 kvartil: 1/4 alin = 6 þumlungar eða um 12 cm.
31 „Af en Skrivelse fra Holum Stift i Island, den 30de September 1784.“ Kiaben-
havnske Tidende, 95. tbl., 26. nóv. 1784.