Skírnir - 01.04.1992, Síða 153
SKÍRNIR
ANNUS MIRABILIS
147
vorið, þeirra á meðal 2 til 3 prestar. í stuttu máli eru allmargir bæir nú í
eyði, fólk flakkar hópum saman frá einum stað til annars, og margir týna
lífinu á endanum. Fiskafli hefur verið með eindæmum rýr, og það sem úr
sjó kemur hefur strax skemmzt; hestaskorturinn hefur að mestu hindrað
það að hægt sé að sækja fisk suður á land. Þetta sumar hefur verið í tölu
hinna allra erfiðustu til heyskapar og fiskveiða því stormar og rigningar
hafa skipzt á. Þessi mikla hungursneyð ríkir ekki einasta um allt stiftið,
heldur um landið allt, sem frá landnámstíð hefur ekki orðið fyrir svo
skyndilegum og gríðarlegum búsifjum og síðasta vetur og vor; það getur
því ekki af eigin rammleik losað sig frá eymdinni. Hins vegar hafa
dönsku verzlunarskipin létt mikilli neyð af íbúunum, þótt ekki hafi það
nægt þegar svo margar dauðvona og slyppar fjölskyldur áttu í hlut.
Loks segir hér frá móðuharðindum á íslandi í bréfi frá Skál-
holti dags. 26. september 1784.32
Héðan af landi eru í þetta sinn mjög dapurleg tíðindi; vetrarhörkur
hófust strax um Mikaelsmessu og héldust, fyrir utan 14 daga í desember,
til 10. maí, og létti þó ekki snjó og kuldum til maíloka. Heyfengur síð-
asta sumars var lítill, og þar að auki svo eitraður af brennisteini og ösku
frá jarðeldinum að skepnur þrifust ekki. Mikill fjöldi drapst og veittu
menn athygli skemmdum innyflum, ýmist visnuðu eða gríðarstóru
hjarta, engu eða alltof miklu galli, vanskapaðri lifur o.s.frv. Þó var verst-
ur sá sjúkdómur sem knýtti beinin í hausnum og leggjunum, sem og
annars staðar í líkamanum. Af þessum sökum féllu fleiri skepnur en
dæmi eru til áður. I þessari þingsókn einni féllu t.d. á þessum eina vetri
230 kýr, 562 hestar og 2935 kindur, og þar sem hún er ekki nema tólfti
hluti sýslunnar eða héraðsins, má gera sér nokkurn veginn grein fyrir
öllu landinu, því áföllin hafa verið svipuð alls staðar. Mest munar um
hrossaskortinn. Sá sem átti 70 hesta í fyrrahaust átti ekki nema einn nú í
vor, og mér er kunnugt um eina kirkjusókn með 12 bæjum, þar sem eftir
voru 5 hestar alls; af því leiddi að alþingi gat ekki komið saman fyrr en
14 dögum síðar en venja er til, og aðeins tveir sýslumenn mættu og varð
annar þeirra að stýra þinginu í stað lögmanns. Hið kalda og vota veður-
lag, sem venjulega fylgir jarðeldinum, hefur og haldizt í sumar, svo að
heyfengur er hvarvetna lélegur og bóndinn verður að búa sig undir að
slátra sér til matar þeim fáu skepnum sem hann á ennþá. Við þetta bætt-
ist jarðskjálftinn mikli í ágúst, sem ég lýsti nánar í öðru bréfi. Eymd
fólksins er slík að ekkert annað er fyrirsjáanlegt en að mikill fjöldi
32 „Af en Skrivelse fra Skalholt den 26de September.“ Kiobenhavnske Tidende,
104. tbl., 27. des. 1784.