Skírnir - 01.04.1992, Qupperneq 154
148
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
manna deyi úr hungri í vetur. Já, slík er eymdin, að fullvíst er að annað
eins hefur ekki gerzt í þau 900 ár sem liðin eru frá fyrstu byggð í land-
inu. Ekkert skólahald verður hér í Skálholtsstifti í ári, og kannski ekki í
landinu öllu, sem aldrei hefur áður gerzt. Meðal látinna ber sérstaklega
að nefna Hr. Gísla Gíslason, prest á Desjarmýri, sem var 96 ára og hafði
þénað sem prestur í meira en 70 ár. Auk hans hafa dáið: Hr. Eyjólfur
Sturluson, prestur á Brjánslæk, nær fimmtugur, Hr. Eiríkur Brynjólfs-
son, fyrrum prestur í Miðdal, 63 ára, Sr. Isleifur Halldórsson, ráðsmað-
ur biskupsstóls í Skálholti, 53 ára, Ólafur Gunnlaugsson, 96 ára, mjög
virtur maður sem var svo gæfusamur að sjá tvo sonu sína í stöðu vísi-
lögmanns, og önnur börn sín vinna til æðri menntunar og þjóðfélags-
stöðu. Ingiborg Gísladóttir, eiginkona Hr. Gunnlaugs Snorrasonar
prests, yfir 70 ára.
Samtímahugmyndir um móðuna
Eins og Kámtz segir í veðurfræði sinni, hafa fá náttúrufyrirbæri
vakið aðra eins eftirtekt og móðan 1783,33 og sérstaklega í Frakk-
landi voru uppi líflegar umræður um orsakir hennar.
Fyrstur til að setja móðuna í samband við eldsumbrot á
Islandi opinberlega var franskur lærdómsmaður, M. Morgue de
Montredon, í fyrirlestri sem hann hélt um móðuna í Konunglega
vísindafélaginu í Montpellier 7. ágúst 1783. Að sjálfsögðu átti
hann við Nýey en ekki Skaftárelda, því fregnir um þá bárust ekki
fyrr en með haustinu; þegar fyrirlesturinn kom út árið eftir hafði
hann bætt Skaftáreldum við sem orsakavaldi móðunnar.34 Þessi
skoðun var samt síður en svo almenn, og í hugum flestra tengdust
móðan og þrumuveðrin skjálftunum á S-Italíu á einhvern hátt,
svo sem R. P. Cotte lýsir í grein sinni í Journal de Paris 20. ágúst
1783: að móðan stafi af mikilli uppgufun að undangenginni mik-
illi vætutíð, sem valdi því að yfirborð jarðar rifni og springi og
gefi frá sér rafmagnað og brennisteinsmengað loft sem komizt
hafi á hreyfingu vegna jarðskjálftanna á Ítalíu, sem hafi haft áhrif
33 L. F. Kámtz: Lehrbuch der Meteorologie, Halle 1831-36. Kaflinn um
„Höherauch" í Bd. III, s. 197-219.
34 Ivitnað eftir blöðum Sigurðar Þórarinssonar; hef ekki fundið frumheimildina.