Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 155
SKÍRNIR
ANNUS MIRABILIS
149
á stóran hluta jarðarinnar eins og hin nýja eyja við ísland beri
vott um.35
Sá sem einna ítarlegast kannaði móðuna í Frakklandi var nátt-
úrufræðingurinn Robert de Lamanon.36 I grein í Journal de
Physique37 segist hann hafa verið staddur í Sallon þegar móðan,
sem kalla megi rafmagnsþoku, lagðist yfir. Þegar hann svo las í
blöðunum að móðan hefði breiðzt út um alla Evrópu tók hann
sér ferð á hendur til að kanna hana, fór upp á hæstu tinda í
Provence, Dauphine og Piedmont, og safnaði hvarvetna upplýs-
ingum um móðuna og afleiðingar þrumuveðranna. Niðurstöðun-
um lýsir hann í 17 punktum, og hefur Kámtz, og frá honum
Þorvaldur Thoroddsen, mikið af fróðleik sínum um móðuna úr
þessari grein.
Um uppruna móðunnar segir De Lamanon, að ýmsir fræði-
menn aðhyllist þá skoðun almennings að hún sé afleiðing jarð-
skjálftanna í Kalabríu og Sikiley, sem þó ekki standist því hún
hafi ekki birzt fyrr en 4 mánuðum eftir skjálftana:
Ég tei þ ví að móðan hafi ekki verið afleiðing skjálftanna í Kalabríu og á
Sikiley, heldur að þeir og móðan, og sömuleiðis skjálftarnir sem okkur
er sagt að hafi orðið á Islandi, hafi haft sameiginlega orsök, og
afleiðingarnar hafi farið eftir aðstæðum á hverjum stað.
Kenning De Lamanons er í stuttu máli þessi: Efnið er á
sífelldri hreyfingu og hringrás, og m.a. streyma gufur stöðugt úr
iðrum jarðar; sumir vessar jarðar eru svo þungir, að þeir komast
ekki upp í loftið nema með vatni. I a.m.k. 9 ár fyrir 1783, nl.
1774-1782, höfðu verið gríðarlegir þurrkar í Evrópu, Afríku og
Ameríku. Þeir vessar jarðar sem eru eðlisþyngri en loft söfnuðust
fyrir undir yfirborðinu í miklu magni. Veturinn 1782-83 var
35 Cotte:/. de Paris, 232. tbl., 20. ágúst 1783.
36 Lamanon (Robert De Paul, chevalier De), franskur náttúrufræðingur (f. í
Salon de Provence 1752, d. á Samóaeyjum 1787). Hann stundaði rannsóknir á
jarðfræði og steingervingafræði Mið-Frakklands. Hann tók þátt í leiðangri de
La Perouse og féll í viðureign við frumbyggja Samóaeyja. (Grand Larousse).
37 De Lamanon: /. de Physique. Greinin birtist í enskri þýðingu árið 1799:
„Observations on the Nature of the Fog of 1783“, Alexander Tilloch’s Philoso-
phical Magazine, London 1799, s. 80-89.