Skírnir - 01.04.1992, Síða 156
150
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
vætusamur, sérstaklega í Kalabríu og á Sikiley, og mikill snjór í
Ölpunum; vorið var sömuleiðis rakt. Rakinn seig niður í jörðina,
leysti upp hina uppþornuðu vessa og þegar vorhlýindin bættust
við olli þetta ólgu og gerjun með þeirri afleiðingu, að vessarnir
brutust út með slíku afli að þeir ollu sums staðar jarðhræringum.
Vatn sem seig ennþá dýpra olli frekari skjálftum. Þar sem blandan
hitnaði vegna gerjunar bráðnaði grjótið sjálft og eldeyjar mynd-
uðust, eins og á íslandi. Og loks stigu vessar þessir hvarvetna upp
í andrúmsloftið smám saman, með þeim gufum sem báru þá; í
fyrstu fannst ekki fyrir þeim, þótt þeir kæmu fram á hæstu stöð-
um í rosabaugum, gílum og fleiri loftfyrirbærum, en þar kom að
andrúmsloftið mettaðist og Evrópa huldist þurri þoku á einum
degi. Loks þegar jörðin var tæmd af vessum og loftið búið að
hreinsa sig, hvarf móðan og jörðin hætti að hrærast. De Lamanon
segist gera ráð fyrir því að sams konar þoka hafi hulið Ameríku,
því þar hafi verið mikið kvartað undan þurrkum í 8 ár. Þokan sást
hins vegar ekki yfir opnu hafi vegna þess að hún leystist upp í
vatninu; sömuleiðis birtist hún ekki í löndum þar sem himinninn
var skýjaður.
Sæmundur Hólm getur þess í riti sínu um Skaftárelda að „sá
hálærði hr. prófessor Kratzensteen“ hafi sagt að móðan stafi frá
jarðeldi á íslandi, „sem þó er furðulegt,“ segir Hólm, „því Island
er næstum 300 mílur héðan (í NV); aðrir sögðu að hún stafaði af
þeim óvenjulegu hitum sem komu oft í sumar, sérstaklega 27. og
29. júlí og 5. ágúst,“38 og virðist þetta hafa verið áður en fréttist
um Skaftárelda. Christian Gottlieb Kratzenstein (1723-1795),
þýzkættaður vísindamaður, mikilsmetinn prófessor í tilrauna-
eðlisfræði og læknisfræði við Hafnarháskóla frá 1753, hafði áður
komizt í kynni við íslenzkt eldgos, því hann kannaði sýni af
gjósku úr Kötlugosinu mikla 1755, er féll á meginland Islands og
annað á skip statt undir Læreyjum. Fyrrnefnda sýnið munu
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson hafa haft með sér til Hafnar,
og er ekki kunnugt um að gjóska hafi fyrr verið könnuð á rann-
sóknarstofu. Sömuleiðis fékk Kratzenstein sýni af nornahári úr
38 S. M. Hólm, 1784, ív. rit.