Skírnir - 01.04.1992, Qupperneq 157
SKÍRNIR
ANNUS MIRABILIS
151
Skaftáreldum, sem sr. Jón Steingrímsson hafði sent Ólafi Ólafs-
syni árið 1784, en hann „lét prófessorana Bugge og Kratzenstein
fá hluta af því og sendi afganginn til Lundúna og Stokkhólms".39
Þriðji maðurinn, sem þegar sumarið 1783 tengdi móðuna og
eldgos við Island, var Johann Ludwig Christ, prestur í Rodheim,
um 50 km norður af Frankfurt, í bók um móðuna á meginlandi
Evrópu og áhrif hennar og hugsanlegar orsakir.40 Klerkur þessi
var áhugamaður um náttúrufræði og samdi rit um býflugnarækt
o.fl.41 Ekki er nú vitað um nema eitt eintak af þessu riti, og er það
í aðalbókhlöðu Harvard-háskóla.
Christ byrjaði að semja ritið 11. júlí og það byrjar svo: „I sex
vikur, þ.e.a.s. frá 16. júní, hefur veðurfar hjá okkur verið svo
óvenjulegt, að elztu menn á okkar öld minnast ekki annars eins.
Á þessari morgunstund er ég sezt niður til að setja fram skoðun
mína á því, er rísandi sólin sem glóandi kúla.“42
Höfundur segir móðuna vera háloftareyk sem ekki sé
óvenjulegur að sumarlagi, einkum kringum Jónsmessu, og sé
hann ólíkur venjulegri þoku því hún sé rök en þessi reykur alveg
þurr. En það sem greini venjulegan háloftareyk frá reyknum
sumarið 1783 sé, að sá venjulegi vari aðeins nokkrar klukku-
stundir, eða hálfan sólarhring, afar sjaldan heilan. Christ telur að
venjulegur háloftareykur sé skaðlegur plöntum og valdi þeim
sjúkdómi sem kallast mjöldögg - sem við vitum nú að sveppir
valda. Einkenni „óvenjulega háloftareyksins“ 1783 eru m.a.
hversu þrálátur hann er. Það er sama úr hvaða átt vindur blæs,
hann sópar ekki burt þeim reyk. Þrumuveður hreinsa heldur ekki
39 Bréf frá Ólafi Ólafssyni til Bjarna Thorarensen amtmanns, dags. 13. jan. 1819:
Matthías Þórðarson: Islenzkir listamenn II, Reykjavík 1925, s. 71.
40 J. L. Christ: Von der ausserordentlichen Witterung des Jahres 1783, in
Anstehung des anhaltenden und heftigen Höherauchs; von Thermometer und
Barometer, von dem naturlichen Barometer unserer Gegend, dem Feldberg
oder der Höhe, und von die Beschefferheit und Entstehung unser ungewöhn-
lichen Lufterscheiningungen, wie auch etwas von dem Erdbeben. Frankfurt
und Leipzig, in die Heimannischen Buchhandlung 1783, 72 s.
41 Johann Ludwig Christ, 1739-1813, samdi rit um ávaxtarækt, býflugnarækt,
almenna náttúrufræði og um flokkun og nafngiftir skordýra — býflugna,
vespa og maura.
42 Christ 1783, s. 3.