Skírnir - 01.04.1992, Page 158
152
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
loftið. Höfundur telur að þessi óvenjulegi reykur geti ekki verið
sömu orsakar og sá venjulegi og hann bendir á náttúruhamfarir
ársins 1783 sem líklegar orsakir, en einnig komi til greina mó- og
sinubruni í Þýzkalandi sjálfu.
Um heilsufarsleg áhrif móðunnar vill Christ ekki dæma þar eð
hann sé enginn læknir, en telur þó að reykurinn muni óhollur
brjóstveikum og segir að á mörgum stöðum þjáist heilar fjöl-
skyldur af slæmsku í augum. Hann segir marga er vinna útivið
kvarta yfir brennisteinslykt og brjóstþyngslum, en er vantrúaður
á þetta, segist sjálfur ekki hafa fundið slíkan þef þótt lyktnæmur
sé - nefnir þó að fregnir hafi borist frá Thúringen, Niðurlöndum
og fleiri stöðum um brennisteinslykt af þessum reyk líkt og af
bruna steinkola.
I riti Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar birti maður
að nafni Melanderhjelm langa ritsmíð um veðurfarið sumarið
1783 og móðuna.43 Hann skiptir orsökum veðurfars í venjulegar
orsakir, sem séu aðdráttarafl tungls og sólar, og tilfallandi orsakir,
sem séu hvers kyns útgufun frá jörðinni sjálfri sem trufla jafn-
vægið í andrúmsloftinu. Af því tagi segir hann vera bráðnun íss
og snævar, eldgos og jarðskjálfta.
Hið sérlega heita og þurra sumar 1783 segir hann hafa stafað
af tilfallandi orsökum, skjálftunum í Kalabríu og á Sikiley, sem
hafi hleypt ýmsum gufum og reyk út í loftið. Þar eð loftið leitar
jafnvægis, ættu vindar að standa frá S-Italíu til allra átta; þannig
ætti sunnanátt að hafa ríkt í Svíþjóð vorið og sumarið 1783, svo
sem raun hafi orðið á. Sömuleiðis ætti loftvog að hafa staðið hátt
vegna þess hve þungt hið reykmengaða loft var.
Melanderhjelm segir að sólreykur sé hreint ekki óvenjulegur á
mjög þurrviðrasömum og sólríkum sumrum, en vegna þess að
sumarið 1783 hafi verið sérlega þurrt og sólríkt hafi sólreykurinn
einnig verið óvenjulega þéttur og viðvarandi. Ástæðu sólreyksins
segir hann liggja í langvarandi sólskini og mikilli loftþyngd: Hiti
sólar dregur þá gufu og vessa upp úr jörðinni, og því meir sem
43 Dan. Melanderhjelm: Afhandling om Vdderleken forlidne Sommar dr 1783.
Kongl. Vetenskaps Academiens Nya Handlinger for Mánaderne Januarius,
Februarius, Martius. Tom. V. För Ár 1784, s. 3-19.