Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 159
SKÍRNIR
ANNUS MIRABILIS
153
hitinn og þurrkarnir eru meiri - og minnir þessi kenning á De
Lamanon þótt ekki sé hans getið.
Eins og fram hefur komið, fylgdi harður vetur sumrinu 1783.
Hinn 22. desember 1784 var lesið í Vísindafélaginu í Manchester
erindi eftir Benjamín Franklín, sendiherra Bandaríkjanna í París,
þar sem hinn harði vetur er rakinn til móðunnar - geislar sólar-
innar hafi ekki náð að hita jörðina upp fyrir veturinn. Erindið er
dagsett í Passy í maí 1784, en var ekki gefið út fyrr en 178 9.44 Um
orsakir móðunnar segir Franklin (s. 376) að enn sé óvíst hvort
hún sé reykur frá loftsteinum sem brunnið hafi upp í andrúms-
loftinu, eða hvort hún sé hluti af þeim gríðarlega reyk sem allt
sumarið hafi stafað frá Heklu á íslandi, og hinu eldfjallinu sem
kom upp úr sjónum nálægt þeirri eyju, og sem vindar hafi borið
um allt norðurhvel.
Benjamín Franklín er yfirleitt talinn fyrstur til að vekja á
prenti eftirtekt á þessu hugsanlega sambandi eldgosa og veður-
fars. En hérlendis virðist það skoðun eldri Skaftáreldum að af-
leiðing eldgosa sé kólnandi veðurfar. Sigurður Þórarinsson45 seg-
ist ekki hafa rekizt á hana á prenti fyrr en í hinu klassíska riti
Hannesar biskups Finnssonar Um mannfíekkun af hallærum,
sem birt er í 14. bindi rita Lærdómslistafélagsins 1796, en senni-
lega hefur hann tekið að semja ritið áratug áður. Þar segir um
Skaftárelda: „Vorið 1783 var gott og blítt, eins og vant er að vera
undir jarðelds uppkomur. En frá því elds uppkoman skeði 20
Junii í Skaptafells-sýslu komu honum siðvanlega eptirfylgjandi
frost og kuldar.“46 Orðið siðvanlega bendir eindregið til að hér sé
um gamla skoðun að ræða. Síðast í ritinu setur Hannes fram 22
athuganir, framsettar sem getgátur (probabilia) og umþenkingar-
efni (problemata), byggðar á þeirri sýn hallæra sem hann hefur
rakið í riti sínu. Sú sautjánda er eftirfarandi. „Eptir elds-uppkomur
44 Benjamin Franklin: Meteorological Imaginations and Conjectures. Memoirs of
the Literary and Philosophical Society of Manchester, Vol. II, London 1789.
45 Handritaður textabútur í gögnum S.Þ. um Skaftárelda.
46 Hannes Finnsson: Um mannfækkun í hallærum, Rit Lærdómslistarfél., 14.
bindi, 1796, s. 376.